Fréttasafn

Fréttir frá Árbæ

Götuleikhús

15. júní 2011

Fimmtudaginn 16. júní 2011 mun Götuleikhús Árborgar koma og skemmta börnum í Árbæ.  Þau munu koma kl. 10:30 og skemmta með söng, hljóðfæraleik og glensi. 

Lesa Meira >>

Fundur með foreldrum barna sem byrja í Árbæ í haust

10. júní 2011

Ágætu foreldrar og forráðamenn


Miðvikudaginn 15. júní klukkan 10.00 er fundur fyrir foreldra og forráðamenn barna sem eru að hefja leikskólagöngu sína í Árbæ eftir sumarfrí.


Foreldrar mæta í sal leikskólans og fara síðan inn á deild barnsins, þar sem að þeir kynnast deildinni og ákveða í samráði við deildarstjóra hvenær aðlögun barnsins hefst.

Lesa Meira >>

Vorhátíð í Árbæ

17. maí 2011

Vorhátíð Árbæjar verður þriðjudaginn 31. maí nk. og hefst klukkan 14:00 með sýningu Brúðubílsins.
Sýningin heitir Ævintýri Lilla.
Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á vorhátíðna

Lesa Meira >>

Laus störf í leikskólanum Árbæ

17. maí 2011


 


Staða matráðs í 75% starf.


Staða sérkennslustjóra í 100% starf (tímabundin ráðning)


Staða leikskólakennara í 100% starf.


 


Miðað er við ráðningu frá og með 4. ágúst 2011 í öll störfin.


Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til leikskólastjóra, Kristínar Eiríksdóttur, á netfangið kristin@arborg.is eða í  leikskólann Árbæ, Fossvegi 1, 800 Selfoss, eigi síðar en 31. maí 2011.



 

Lesa Meira >>

Fundur í Sunnulæk

16. maí 2011

Fréttabréf


maí 2011



Foreldrafélag


Sunnulækjarskóla


Stuttur aðalfundur


og kaffispjall


Við minnum á aðalfund Foreldrafélags Sunnulækjarskóli sem haldinn verður þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 20:00 á kaffistofu kennara í Sunnulækjarskóla.


Foreldrar/forráðamenn tilvonandi 1. bekkinga eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Lesa Meira >>

Vor í Árborg

10. maí 2011

Söngferð leikskólabarna sem fædd eru 2005 á Vori í Árborg föstudaginn 13.maí 2011


 



 



Lesa Meira >>

Grænn litadagur

10. maí 2011

Miðvikudaginn 11. maí 2011 verður grænn litadagur í Árbæ.


Þá væri gaman ef allir gætu mætt í einhverju grænu eða með eitthvað grænt.


Vorið góða grænt og…………


 


                                                             

Lesa Meira >>

Myndverkasýning í Krónunni

9. maí 2011

Í tilefni af Vor í Árborg verður sýning á myndverkum barna í leikskólanum Árbæ í Krónunni.  Myndverkin verða sett upp mánudaginn 9. maí og verða uppi fram yfir helgi.
Við hvetjum foreldra og aðra velunnara leikskólans til að líta við í Krónunni og skoða þessi myndverk.

Lesa Meira >>

Talþjálfun

29. apríl 2011



Í október s.l. fór af stað talþjálfun hjá Sveitarfélaginu Árborg sem veitt var á grundvelli styrks sem sveitarfélagið fékk til verkefnisins. Talþjálfunin fór fram í Vallaskóla, undir stjórn talmeinafræðings.

Lesa Meira >>

Tannlæknaþjónusta

27. apríl 2011


Dreifibréf til foreldrasamtaka



Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn


Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. yngri en 18. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.


Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011

Lesa Meira >>

útskrift

11. apríl 2011

Útskrift þeirra barna sem byrja í grunnskóla í haust fer fram í Múla (húsi Tónlistarskóla Árnesinga)  þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 17:30.  Þá fá börnin útskriftarskjöl í hendur, einnig verða skemmtiatriði og léttar veitingar.
Börnin hætta í leikskólanum samkvæmt óskum foreldra.
Við viljum nota tækifærið og minna foreldra á að uppsagnarfrestur er 1 mánuður.

Lesa Meira >>

Foreldraviðtöl í Árbæ

7. apríl 2011

Foreldraviðtöl í Árbæ eru í apríl. Deildarstjórar boða foreldra til viðtals.
Í foreldraviðtalinu er farið yfir Heilsubók barnsins. Heilsubók barnsins hefur að geyma útfærð skráningarblöð varðandi þroska og ýmsar upplýsingar um barnið. Skráningin gerir leikskólanum kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum. Skráð er m.a. heilsufar, hreyfifærni, úthald, hæð og þyngd, næring og svefn, lífsleikni og færni í listsköpun. Skráningin fer fram tvisvar á ári, haust og vor og foreldrum boðið í viðtal í kjölfarið.

Lesa Meira >>

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025

5. febrúar 2024

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025 Read More »

Haustþing leikskóla á Suðurlandi

26. september 2023

Haustþing leikskóla á Suðurlandi verður haldið föstudaginn 29.september 2023. Leikskólar í Árborg eru lokaðir þann daginn.

Starfsmannafundur

8. september 2023

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við minnum á starfsmannafund sem verður 11.september í leikskólum Árborgar frá kl: 08:00 – 10:00 fh.  Leikskólar Árborgar eru lokaðir á meðan.  Leikskólinn opnar kl.10:00

Skipulagsdagur 18.ágúst

15. ágúst 2023

Skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Árborg verður föstudaginn 18.ágúst. Þann dag verður leikskólinn lokaður.  

Skóladagatal 2023-2024

15. ágúst 2023

Skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024 er komið inn á heimasíðuna

Vor í Árborg

19. apríl 2023

Myndlistarsýning á myndverkum barnanna í Árbæ verður í Krónunni á Selfossi

Bjóðum sumarið velkomið

19. apríl 2023

Söngur leikskólabarna í Heilsuleikskólanum Árbæ, verður á hólnum á leikskólalóðinni í Árbæ klukkan 10:00 fyrir hádegi föstudaginn 21. apríl 2023 Leikskólabörnin syngja nokkur vel valin vorljóð og bjóða þannig, vor og sumar velkomin í Árborg. Allir velkomnir

Sumarfrístund 2023

17. mars 2023

Við hvetjum foreldra barna sem eru að fara í grunnskóla í haust að kynna sér sumarfrístund og aðlögunarnámskeið frístundar. Meira um það inn á vef Árborgar; Sumarfrístund 2023 | Skráning | Fréttasafn | Sveitarfélagið Árborg (arborg.is)

Innritun í leikskóla Árborgar

17. mars 2023

Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma Mikilvægt er að búið sé að skrá leikskólaumsóknir, hvort sem …

Innritun í leikskóla Árborgar Read More »

Starfsmannafundur

15. mars 2023

Miðvikudaginn 29.mars 2023 er starfsmannafundur í leikskólum Árborgar frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi. Árbær er lokaður frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi þann dag.

Skipulagsdagur 28.febrúar 2023

15. febrúar 2023

Heilsuleikskólinn Árbær verður lokaður 28. febrúar 2023, vegna skipulagsdags, samanber skóladagatal fyrir skólaárið 2022 til 2023.

Fræðsluefni fyrir foreldra frá talmeinafræðingum

8. febrúar 2023

Fræðsluefni frá Árborg til foreldra 🙂 https://www.arborg.is/stjornsysla/svid-og-deildir/fjolskyldusvid/fraedsluthjonusta/fraedsluefni/