Námsmat

Í leikskólanum Árbæ gerum við það sem við getum til að koma til móts við þarfir og þroska hvers og eins barns fyrir sig.

Til að við fáum sem besta yfirsýn yfir þroska barnsins er notast við ýmis mats- og skimunartæki. TRAS, HLJÓM2 ásamt Heilsubók barnsins hjálpa til við að finna hvar styrk- og veikleikar barnanna liggja svo hægt sé að efla þau á þeim sviðum sem þörf er á.

TRAS

TRAS- skráningarlistinn er matstæki þar sem starfsfólki gefst færi á að fá yfirsýn yfir málþroskaferli allra barna á hverri deild. Með TRAS skráningu fást upplýsingar um hvernig málfærnin þróast hjá barni. TRAS listinn skoðar samleik, tjáskipti/samskipti, athygli/einbeitngu, málskilning, málvitund, framburð, orðaforða og setningarmyndun. TRAS var þróað og samið af sérfræðingum í sérkennslu og talmeinafræði í Noregi. Skammstöfunin TRAS stendur fyrir Tidlig registrering av språk.

HLJÓM 2

HLJÓM 2- er próf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund elstu barnanna í leikskólanum. Það er greiningartæki sem hugsað er til notkunar fyrir leikskólakennara eða annað sérhæft starfsfólk sem vinnur með elstu börnum leikskólans. Því er ætlað styrkja þessa fagaðila í því að finna sem fyrst þau börn sem hugsanlega eru í áhættuhóp fyrir lestrarörðuleika síðar í grunnskóla.

Heilsubók barnsins

Heilsubók barnsins – í Árbæ er stuðst við Heilsubók sem matstæki. Skráningar í Heilsubók fara fram tvisvar á ári. Að hausti og að vori, foreldrar eru boðaðir í viðtal í kjölfar skráningarinnar. Þannig fá þeir tækifæri til að fylgjast með framförum barnsins og stöðu þess í barnahópnum.