Sérkennsla


Leikskólinn Árbær starfar samkvæmt lögum og aðalnámskrá leikskóla frá 2011 að sérkennslu. Árbær miðar við að lýðræðislegt leikskólastarf byggist á jafnrétti, fjölbreytileika, samábyrgð, samstöðu og viðurkenningu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þar sem allir eiga að vera jafn réttháir og eru þátttakendur í námi sínu og þroska.

Í leiðarljósum um leikskóla kemur fram að starfsfólk leikskóla skuli grípa inni ef þurfa þykir til. Öll börn eiga að njóta bernsku sinnar sem best er á kosið, miðað við þroska og þarfir hvers og eins.

Sérkennslustjóri sér um að skipuleggja sérkennsluna eftir þörfum hvers einstaklings. Gerðar eru einstaklingsnámskrár með öllum börnum sem eru í sérkennslu. Einnig fer fram skráning í dagbók eftir hvern tíma þar sem kemur fram hvað var gert í tímanum og hvernig það hafi gengið. Börnin fá bæði kennslu inni sérkennsluherbergi og inni á deildum eftir þörfum.

Sérkennslustjóri sér um að boða teymisfundi þar sem foreldrar mæta ásamt teyminu sem er í kringum viðkomandi barn og skrifar fundagerð sem er send til allra sem málið varðar. Sérkennslustjóri er í daglegum samskiptum við deildarstjóra og leikskólastjóra leikskólans til að byggja upp traust net um börnin innan leikskólans.

Hér má líta á starfslýsingu sérkennslustjóra.