Myndverkasýning í Krónunni

Í tilefni af Vor í Árborg verður sýning á myndverkum barna í leikskólanum Árbæ í Krónunni.  Myndverkin verða sett upp mánudaginn 9. maí og verða uppi fram yfir helgi.
Við hvetjum foreldra og aðra velunnara leikskólans til að líta við í Krónunni og skoða þessi myndverk.