Talþjálfun



Í október s.l. fór af stað talþjálfun hjá Sveitarfélaginu Árborg sem veitt var á grundvelli styrks sem sveitarfélagið fékk til verkefnisins. Talþjálfunin fór fram í Vallaskóla, undir stjórn talmeinafræðings.

Vegna aðstæðna sem ekki var unnt að ráða við var ekki unnt að sinna verkefninu nema hluta skólaársins og hafa því ekki öll þau börn sem sótt hafði verið um talþjálfun fyrir komist að hjá talmeinafræðingi. Sveitarfélagið hefur nú fengið áframhaldandi styrk til verkefnisins og er stefnt að því að taka þráðinn upp að nýju í byrjun næsta skólaárs. Umsóknir sem borist hafa halda gildi sínu áfram.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar