Fréttasafn

Fréttir frá Árbæ

Starfsmannafundur.

10. mars 2011

Mánudaginn 21. mars verður leikskólinn Árbær lokaður fyrir hádegi vegna starfsmannafunds.
Leikskólinn opnar kl. 12:00 þennan dag. Hádegismatur verður í boði.
Starfsfólk Árbæjar.

Lesa Meira >>

Litadagur

10. mars 2011

Miðvikudaginn 16. mars er gulur litadagur.  Þá væri gaman ef sem flestir gætu mætt í gulu.

Lesa Meira >>

Leikrit í salnum

3. mars 2011


Leikritið Prumpuhóll verður sýnt í salnum þann 16. mars klukkan 10:30


Foreldrafélag Árbæjar stendur fyrir leiksýningu fyrir öll börn leikskólans þann 16. mars næstkomandi og var leikritið Prumpuhóll fyrir valinu. Leikritið var frumsýnt í Möguleikhúsinu árið 2002 og hefur það nú verið tekið upp á ný með nýjum leikurum.


Um Prumpuhól


Hulda er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt!


Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi hans. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hundasúrugraut. En hundasúrugrauturinn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan… maður lifandi! Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára og tekur 45 mínútur í flutningi.

Lesa Meira >>

Öskudagur – NÁTTFATABALL

2. mars 2011

Miðvikudaginn 9. febrúar er öskudagur.  Þá er NÁTTFATABALL Í ÁRBÆ. 
Þá mætum við í náttfötum, sláum köttinn úr tunnunni, höldum ball í salnum og höfum það huggulegt.
Hlökkum til.

Lesa Meira >>

Ferð í Húsið

18. febrúar 2011

Á mánudaginn fór útskriftarárgangur Árbæjar í Húsið á Eyrarbakka.  Farið var með rútu í boði foreldrafélagsins.  Svo fengum við leiðsögn um húsið.  Þetta var fróðleg og skemmtileg ferð.

Lesa Meira >>

Konudagur- dömukaffi

16. febrúar 2011

Mánudaginn 21. febrúar, verður dömukaffi í Árbæ.  Þá eru allar dömur tengdar börnunum velkomnar í morgunkaffi frá 8:10 – 9:30.  Mömmu, ömmur, systur, frænkur og vinkonur eru velkomnar til að fá sér kaffi, spjalla og leika sér við börnin á þessum tíma.
Vonumst til að sjá sem flestar dömur.
Starfsfólk Árbæjar

Lesa Meira >>

Þorrablót

9. febrúar 2011

Þriðjudaginn 8. febrúar var þorrinn blótaður í Árbæ.  Um morguninn söfnuðust börn og kennarar í salinn.  Þar léku börnin á Heiðarsundi leikritið um Búkollu fyrir alla og svo sungu allir nokkur lög.  Þetta var mjög gaman.

Lesa Meira >>

Dagur leikskólans

21. janúar 2011

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn sunnudaginn 6. febrúar 2011. Þar sem dagurinn er á sunnudegi verður hann haldinn hátíðlegur föstudaginn 4. febrúar.  Þá verður opið hús í leikskólanum Árbæ frá kl. 10 til 15.

Við viljum samt vekja athygli á því að á milli 12 og 13 er hvíldarstund hjá börnunum þar sem mörg af yngri börnunum sofa og biðjum við því fólk að virða það og trufla ekki á þeim deildum þar sem það er.

Þennan dag eru allir velunnarar leikskólans velkomnir til að skoða og fylgjast með börnunum í leik og starfi. 

 

Lesa Meira >>

Bóndadagur Herrakaffi

18. janúar 2011

Föstudaginn 21. janúar 2011  á bóndadaginn verður herrakaffi í leikskólanum Árbæ frá kl. 8 – 9:30.  Þá mega börnin bjóða karlkyns ættingjum (pöbbum, öfum, bræðrum, frændum o.s.frv.) í kaffi.   Tilvalið tækifæri til að koma við í leikskólanum og sjá börnin í leik og starfi.  Einnig er alltaf gaman að sýna sig og sjá aðra.
Dömurnar fá svo að koma daginn eftir konudaginn (auglýst síðar).

Lesa Meira >>

Sumarleyfi

4. janúar 2011

Sumarleyfi leikskólans Árbæjar er frá og með 30. júní til og með 3. ágúst.   Opnum aftur hress og kát 4. ágúst.

Lesa Meira >>

Jólaböll

13. desember 2010

Þriðjudaginn 14. desember Bátatjörn og Heiðarsund, 10 -11 foreldrar velkomnir.
Miðvikudaginn 15. desember Kotatún og Stekkjarlækur 10 -11 foreldrar velkomnir
Fimmtudaginn 16. desember Fosskot og Kringlumýri 10 – 11 foreldrar velkomnir.

Lesa Meira >>

viðburðir í des

10. desember 2010

Kíkið endilega á viðburði í desember hér neðar á síðunni, ýmislegt hefur bæst við.

Lesa Meira >>

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025

5. febrúar 2024

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025 Read More »

Haustþing leikskóla á Suðurlandi

26. september 2023

Haustþing leikskóla á Suðurlandi verður haldið föstudaginn 29.september 2023. Leikskólar í Árborg eru lokaðir þann daginn.

Starfsmannafundur

8. september 2023

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við minnum á starfsmannafund sem verður 11.september í leikskólum Árborgar frá kl: 08:00 – 10:00 fh.  Leikskólar Árborgar eru lokaðir á meðan.  Leikskólinn opnar kl.10:00

Skipulagsdagur 18.ágúst

15. ágúst 2023

Skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Árborg verður föstudaginn 18.ágúst. Þann dag verður leikskólinn lokaður.  

Skóladagatal 2023-2024

15. ágúst 2023

Skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024 er komið inn á heimasíðuna

Vor í Árborg

19. apríl 2023

Myndlistarsýning á myndverkum barnanna í Árbæ verður í Krónunni á Selfossi

Bjóðum sumarið velkomið

19. apríl 2023

Söngur leikskólabarna í Heilsuleikskólanum Árbæ, verður á hólnum á leikskólalóðinni í Árbæ klukkan 10:00 fyrir hádegi föstudaginn 21. apríl 2023 Leikskólabörnin syngja nokkur vel valin vorljóð og bjóða þannig, vor og sumar velkomin í Árborg. Allir velkomnir

Sumarfrístund 2023

17. mars 2023

Við hvetjum foreldra barna sem eru að fara í grunnskóla í haust að kynna sér sumarfrístund og aðlögunarnámskeið frístundar. Meira um það inn á vef Árborgar; Sumarfrístund 2023 | Skráning | Fréttasafn | Sveitarfélagið Árborg (arborg.is)

Innritun í leikskóla Árborgar

17. mars 2023

Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma Mikilvægt er að búið sé að skrá leikskólaumsóknir, hvort sem …

Innritun í leikskóla Árborgar Read More »

Starfsmannafundur

15. mars 2023

Miðvikudaginn 29.mars 2023 er starfsmannafundur í leikskólum Árborgar frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi. Árbær er lokaður frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi þann dag.

Skipulagsdagur 28.febrúar 2023

15. febrúar 2023

Heilsuleikskólinn Árbær verður lokaður 28. febrúar 2023, vegna skipulagsdags, samanber skóladagatal fyrir skólaárið 2022 til 2023.

Fræðsluefni fyrir foreldra frá talmeinafræðingum

8. febrúar 2023

Fræðsluefni frá Árborg til foreldra 🙂 https://www.arborg.is/stjornsysla/svid-og-deildir/fjolskyldusvid/fraedsluthjonusta/fraedsluefni/