Fréttasafn

Fréttir frá Árbæ

Aðalfundur foreldrafélagsins

20. september 2011

Aðalfundur foreldrafélags Árbæjar verður haldinn þriðjudaginn 27. september 2011 klukkan 20:00 í sal leikskólans

Á aðalfundinum verður ný stjórn mynduð með þeim foreldrum sem hafa boðið sig fram á kynningarfundi hverrar deildar.


 

Lesa Meira >>

Að virða vistunartímann

7. september 2011

Við viljum biðja ykkur foreldra um að virða vistunartíma barnanna.Það er ekki æskilegt að barn sem er með td. vistun frá 9:00 sé komið fyrir þann tíma eða að barn sem er með vistun til 16:00 sé sótt eftir þann tíma. Heimilt er að innheimta aukagjald af dvöl sem fer fram yfir umsaminn vistunartíma. Gjaldið er 1.192 kr./mán. fyrir hverjar byrjaðar 15 mín.(skv. gjaldskrá leikskóla í Árborg 

Lesa Meira >>

Kynning á vetrarstarfinu í Árbæ

6. september 2011

Kynningarfundir á vetrarstarfinu í Árbæ verða núna í september og eru haldnir í sal leikskólans, foreldrar og forráðamenn er hvattir til að mæta á fundina og kynna sér vetrarstarfið á þeirri deild sem barn þeirra dvelur á.

Lesa Meira >>

Dyggðakennsla í Árbæ

2. september 2011

Dyggðakennsla eða lífsleikni nám barna í Árbæ birtist í öllu starfi og stefnu leikskólans og felur í sér viðleitni til að dýpka skilning barnsins á sjálfu sér.
Lífsleikni barna er efld með því að örva tilfinningaleikni þeirra í gegnum dagleg samskipti og á skipulagðan hátt.
Sé börnum skapað leikumhverfi þar sem sköpun og sjálfstæð hugsun fær að njóta sín þá eflist leikni þeirra til að takast á við umhverfið.
Þegar börn læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, styrkist sjálfstraust þeirra og þau verða hæfari í samskiptum við aðra. Að því leiðir að börnin eiga auðveldara með að fara eftir þeim reglum sem ríkja í samfélaginu og læra að bera virðingu fyrir umhverfinu og margbreytileika einstaklingsins (Skólanámskrá Árbæjar: 9).

Lesa Meira >>

Markmið Árbæjar

2. september 2011

Eitt helsta markmið Árbæjar er að efla félagslega færni einstaklingsins en samkvæmt Daniel Goleman sem skrifaði hina þekktu bók Tilfinningargreind vegur það þyngra að vera félagslega læs á umhverfi sitt en hin svokallaða greindarvísitala. Þetta fellur vel að Heilsustefnunni, því að í viðmiðum Heilsuskólanna kemur fram að skilgreining á heilsu er sú að góð heilsa er andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan. Það er hægt að vera við góða heilsu þrátt fyrir sjúkdóma eða fötlun.


Markmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Lesa Meira >>

Dagatal fyrir skólaárið 2011-2012

1. september 2011

Dagatal fyrir skólaárið 2011 – 2012 er komið á heimasíðuna og er undir krækjunni
,,Um okkur“ hér að ofan

Lesa Meira >>

Þróunarverkefni Árbæjar leikskólaárið 2010-2011

31. ágúst 2011

Skýrsla þróunarverkefnis Árbæjar:
Skapar skólabragur velferð barna,
er komin á heimasíðu  Árbæjar.
Skýrslan er hér á síðunni á undan
.


 

Lesa Meira >>

Ekkert verður af verkfalli leikskólakennara

22. ágúst 2011

Laugardaginn 20. ágúst sl. skrifuðu leikskólakennarar og Launanefnd sveitarfélaga undir kjarasamning og verkfalli leikskólakennara var aflýst.
Leikskólastarfið í Árbæ gengur því sinn vanagang og nokkrir nýnemar bætast í hópinn í dag.

Lesa Meira >>

Útför Unnar Stefánsdóttur formanns Heilsusamtakanna

19. ágúst 2011

Í dag 19. ágúst verður Unnur Stefánsdóttir formaður Heilsusamtakanna jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 13:00.
Við vottum fjölskyldu hennar og Heilsuleikskólasamfélaginu öllu samúð okkar.
Unnar verður sárt saknað í Árbæ.

Lesa Meira >>

Komi til verkfalls leikskólakennara

19. ágúst 2011

Komi til verkfalls leikskólakennara, 22. ágúst næstkomandi, verður leikskólinn lokaður þann tíma sem verkfallið stendur yfir.


Settar verða inn upplýsingar á heimasíðu Árborgar


Lesa Meira >>

Að loknu sumarfríi í Árbæ

11. ágúst 2011

Leikskólinn Árbær opnaði aftur að sumarfríi loknu 4. ágúst sl.
Nokkrir nýir starfsmenn hafa bæst í hópinn.
Hægt er að skoða nöfn starfsmanna og hvar þeir starfa ef farið er inn á krækjuna: Um okkur, hér á heimasíðunni.
Aðlögun nýnema stendur yfir núna í ágúst.

Unnur Stefánsdóttir formaður Heilsusamtakanna lést 8. ágúst sl.
Við vottum aðstandendum hennar og Heilsuleikskólasamfélaginu öllu samúð okkar.
Það er erfitt að horfa á eftir svo kröftugum leiðtoga sem Unnur var.

Lesa Meira >>

Hjóladagur

15. júní 2011

Fimmtudaginn 23. júní 2011 verður hjóladagur í Árbæ.  Þá mega börnin koma með hjól í leikskólann.  Við lokum bílastæðinu fyrir bílum og setjum upp hjólabrautir fyrir börnin.  Yngri börnin verða fyrir hádegi frá 10 -11 og eldri börnin verða eftir hádegi frá 13 -14. 
við minnum á að börn sem eru á tvíhjóli verða að vera með hjálm.
kv. Starfsfólk Árbæjar

Lesa Meira >>

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025

5. febrúar 2024

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025 Read More »

Haustþing leikskóla á Suðurlandi

26. september 2023

Haustþing leikskóla á Suðurlandi verður haldið föstudaginn 29.september 2023. Leikskólar í Árborg eru lokaðir þann daginn.

Starfsmannafundur

8. september 2023

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við minnum á starfsmannafund sem verður 11.september í leikskólum Árborgar frá kl: 08:00 – 10:00 fh.  Leikskólar Árborgar eru lokaðir á meðan.  Leikskólinn opnar kl.10:00

Skipulagsdagur 18.ágúst

15. ágúst 2023

Skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Árborg verður föstudaginn 18.ágúst. Þann dag verður leikskólinn lokaður.  

Skóladagatal 2023-2024

15. ágúst 2023

Skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024 er komið inn á heimasíðuna

Vor í Árborg

19. apríl 2023

Myndlistarsýning á myndverkum barnanna í Árbæ verður í Krónunni á Selfossi

Bjóðum sumarið velkomið

19. apríl 2023

Söngur leikskólabarna í Heilsuleikskólanum Árbæ, verður á hólnum á leikskólalóðinni í Árbæ klukkan 10:00 fyrir hádegi föstudaginn 21. apríl 2023 Leikskólabörnin syngja nokkur vel valin vorljóð og bjóða þannig, vor og sumar velkomin í Árborg. Allir velkomnir

Sumarfrístund 2023

17. mars 2023

Við hvetjum foreldra barna sem eru að fara í grunnskóla í haust að kynna sér sumarfrístund og aðlögunarnámskeið frístundar. Meira um það inn á vef Árborgar; Sumarfrístund 2023 | Skráning | Fréttasafn | Sveitarfélagið Árborg (arborg.is)

Innritun í leikskóla Árborgar

17. mars 2023

Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma Mikilvægt er að búið sé að skrá leikskólaumsóknir, hvort sem …

Innritun í leikskóla Árborgar Read More »

Starfsmannafundur

15. mars 2023

Miðvikudaginn 29.mars 2023 er starfsmannafundur í leikskólum Árborgar frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi. Árbær er lokaður frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi þann dag.

Skipulagsdagur 28.febrúar 2023

15. febrúar 2023

Heilsuleikskólinn Árbær verður lokaður 28. febrúar 2023, vegna skipulagsdags, samanber skóladagatal fyrir skólaárið 2022 til 2023.

Fræðsluefni fyrir foreldra frá talmeinafræðingum

8. febrúar 2023

Fræðsluefni frá Árborg til foreldra 🙂 https://www.arborg.is/stjornsysla/svid-og-deildir/fjolskyldusvid/fraedsluthjonusta/fraedsluefni/