Dyggðakennsla í Árbæ

Dyggðakennsla eða lífsleikni nám barna í Árbæ birtist í öllu starfi og stefnu leikskólans og felur í sér viðleitni til að dýpka skilning barnsins á sjálfu sér.
Lífsleikni barna er efld með því að örva tilfinningaleikni þeirra í gegnum dagleg samskipti og á skipulagðan hátt.
Sé börnum skapað leikumhverfi þar sem sköpun og sjálfstæð hugsun fær að njóta sín þá eflist leikni þeirra til að takast á við umhverfið.
Þegar börn læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, styrkist sjálfstraust þeirra og þau verða hæfari í samskiptum við aðra. Að því leiðir að börnin eiga auðveldara með að fara eftir þeim reglum sem ríkja í samfélaginu og læra að bera virðingu fyrir umhverfinu og margbreytileika einstaklingsins (Skólanámskrá Árbæjar: 9).Markmið:


● Að tileinka sér undirstöðuatriði heilbrigðs lífs og lífsviðhorfa í samneyti við jafningja í leik og starfi


● Að vera umburðarlynd gagnvart ólíkum skoðunum, menningu og reynslu


● Að bera virðingu fyrir náttúrunni, dýrum og jurtum


● Að þekkja eigið sjálf, þróa með sér jákvæða sjálfsmynd og tilfinningu fyrir eigin getu