Markmið Árbæjar

Eitt helsta markmið Árbæjar er að efla félagslega færni einstaklingsins en samkvæmt Daniel Goleman sem skrifaði hina þekktu bók Tilfinningargreind vegur það þyngra að vera félagslega læs á umhverfi sitt en hin svokallaða greindarvísitala. Þetta fellur vel að Heilsustefnunni, því að í viðmiðum Heilsuskólanna kemur fram að skilgreining á heilsu er sú að góð heilsa er andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan. Það er hægt að vera við góða heilsu þrátt fyrir sjúkdóma eða fötlun.


Markmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.