Fréttasafn

Fréttir frá Árbæ

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025

5. febrúar 2024

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024-2025 Read More »

Lesa Meira >>

Haustþing leikskóla á Suðurlandi

26. september 2023

Haustþing leikskóla á Suðurlandi verður haldið föstudaginn 29.september 2023. Leikskólar í Árborg eru lokaðir þann daginn.

Lesa Meira >>

Starfsmannafundur

8. september 2023

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við minnum á starfsmannafund sem verður 11.september í leikskólum Árborgar frá kl: 08:00 – 10:00 fh.  Leikskólar Árborgar eru lokaðir á meðan.  Leikskólinn opnar kl.10:00

Lesa Meira >>

Skipulagsdagur 18.ágúst

15. ágúst 2023

Skipulagsdagur leik- og grunnskóla í Árborg verður föstudaginn 18.ágúst. Þann dag verður leikskólinn lokaður.  

Lesa Meira >>

Skóladagatal 2023-2024

15. ágúst 2023

Skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024 er komið inn á heimasíðuna

Lesa Meira >>

Vor í Árborg

19. apríl 2023

Myndlistarsýning á myndverkum barnanna í Árbæ verður í Krónunni á Selfossi

Lesa Meira >>

Bjóðum sumarið velkomið

19. apríl 2023

Söngur leikskólabarna í Heilsuleikskólanum Árbæ, verður á hólnum á leikskólalóðinni í Árbæ klukkan 10:00 fyrir hádegi föstudaginn 21. apríl 2023 Leikskólabörnin syngja nokkur vel valin vorljóð og bjóða þannig, vor og sumar velkomin í Árborg. Allir velkomnir

Lesa Meira >>

Sumarfrístund 2023

17. mars 2023

Við hvetjum foreldra barna sem eru að fara í grunnskóla í haust að kynna sér sumarfrístund og aðlögunarnámskeið frístundar. Meira um það inn á vef Árborgar; Sumarfrístund 2023 | Skráning | Fréttasafn | Sveitarfélagið Árborg (arborg.is)

Lesa Meira >>

Innritun í leikskóla Árborgar

17. mars 2023

Í lok mars 2023 hefst innritun í leikskóla Árborgar og stendur innritun fram í júní. Þetta þýðir að það fá ekki allir foreldrar boð um vistun fyrir börn sín á sama tíma Mikilvægt er að búið sé að skrá leikskólaumsóknir, hvort sem …

Innritun í leikskóla Árborgar Read More »

Lesa Meira >>

Starfsmannafundur

15. mars 2023

Miðvikudaginn 29.mars 2023 er starfsmannafundur í leikskólum Árborgar frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi. Árbær er lokaður frá klukkan 8:00-10:00 fyrir hádegi þann dag.

Lesa Meira >>

Skipulagsdagur 28.febrúar 2023

15. febrúar 2023

Heilsuleikskólinn Árbær verður lokaður 28. febrúar 2023, vegna skipulagsdags, samanber skóladagatal fyrir skólaárið 2022 til 2023.

Lesa Meira >>

Fræðsluefni fyrir foreldra frá talmeinafræðingum

8. febrúar 2023

Fræðsluefni frá Árborg til foreldra 🙂 https://www.arborg.is/stjornsysla/svid-og-deildir/fjolskyldusvid/fraedsluthjonusta/fraedsluefni/

Lesa Meira >>

Sumarhátið

3. júní 2010

Í gær 2. júní var haldin sumarhátíð í leikskólanum Árbæ.  Fyrir hádegi voru deildirnar með ýmsar uppákomur í garðinum.  Snú, snú, krítar, sulluker, sápukúlur, andlitsmálun, þrautabrautir og málningu.  Ekki spillti veðrið fyrir sól og blíða. 
Eftir hádegi tók svo foreldrafélagið völdin og þá kom

Hjóladagur

2. júní 2010

27. maí var hjóladagur í Árbæ. 
Allir skemmtu sér hið besta og var almenn ánægja með daginn. 

Sumarhátíð í Árbæ

27. maí 2010

Miðvikudaginn 2. júní 2010 verður sumarhátíð í leikskólanum Árbæ.  Sumarhátíðin er á vegum foreldrafélagsins.
Hátíðin byrjar kl. 14 og stendur til kl. 16.  Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir.
Boðið verður upp á snúða, kókómjólk, skyrdrykk og ís

2004 árgangurinn útskrifaður

17. maí 2010

Þriðjudaginn 11. maí útskrifuðust börnin sem fædd eru 2004 frá Árbæ.  Athöfnin fór fram frá Tónlistarskólanum.  Ýmislegt var gert til skemmtunar.  Börnin halda flest áfram í leikskólanum, en fara svo öll í skóla í haust.

Vorhátíð

20. apríl 2010

Miðvikudaginn 2. júní 2010, verður vorhátíð í Árbæ. 
Hátíðin byrjar kl. 14 og stendur til kl. 16.  Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir.

Tónlistarskóli

24. mars 2010

Í morgun fóru öll börn í Árbæ í gönguferð í Múla hús Tónlistarskóla Árnessýslu. 

Alli Nalli og tunglið

18. mars 2010

Miðvikudaginn 17. mars bauð foreldrafélag Árbæjar börnunum upp á leiksýningu.   Sýningin heitir Alli Nalli og tunglið og er sett upp af Möguleikhúsinu. 

Tónlistarskóli

12. mars 2010

Börn fædd 2004 sem eru í leikskólanum Árbæ fóru í gær í tónlistarskólann á æfingu fyrir tónleika sem verða seinna í mánuðinum.  Myndir frá æfingunni eru á vef Tónlistarskólans www.tonar.is

Daglegt líf í leikskólanum

27. nóvember 2008

Daglegt líf í leikskólanum



.Athafnir daglegs lífs í leikskólanum mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna. Skipulag og ákveðnar tímasetningar skapa öryggiskennd.

Skólanámskrá Árbæjar

1. október 2008

 


 

Húsnæði, útileiksvæði

29. september 2008

Eins og áður er sagt er Árbær  fjögurra deilda leikskóli sem er 639,8 fm að stærð. Húsið skiptist í fjórar deildir og miðrými. Hver deild hefur þrjú herbergi til umráða ásamt lítilli geymslu og snyrtingu barna. Í sitt hvorum enda hússins eru herbergi sem allar deildir skiptast á  að nota. Annað þeirra er notað í listsköpun og hitt  undir byggingarkubba og hlutverkaleik. Tveir mjög rúmgóðir fataklefar með salernum við útihurð eru sitt hvorum megin í húsinu. Í miðrými er eldhús, þvottahús, ræstigeymsla, kaffistofa, skrifstofa leikskólastjóra, salur, undirbúningsherbergi, viðtalsherbergi, salerni fyrir fatlaða og fataklefi og salerni starfsmanna.


Deildirnar eru nefndar eftir örnefnum í Fosslandi og heita þær Kringlumýri, Stekkjarlækur, Fosskot og Kotatún (Guðmundur Kristinsson. Ath.


Útileiksvæði Árbæjar snýr í suður og lóðin er umkringd trjáplöntum sem eiga eftir að skýla fyrir kuldastrekking sem kemur frá ánni þegar þeim vex ásmegin.


 


Vestan  við húsið er gróðurhús sem við fluttum með okkur frá “gamla”Árbæ. Þar eru ræktaðar gulrætur, tómatar, paprikur, gúrkur, jarðarber o.fl. Einnig er safnkassi fyrir lífrænan úrgang og lítill reitur fyrir kartöflur.


 

Heilsuleikskóli

30. júlí 2008

Heilsuleikskóli


 


 


Leikskólinn stefnir að því að tileinka sér viðmið heilsuleikskóla og hefur notað heilsubókina sem matstæki í þrjú ár.Í viðmiðum heilsuleikskóla stendur m.a.:


 


 


Hreyfing


 


Umhverfið þarf að bjóða upp á aðstöðu bæði úti og  inni til að þjálfa jafnt gróf- og fínhreyfingar til að styrkja barnið líkamlega, andlega og félagslega. Markviss hreyfiþjálfun hefur einnig áhrif á málþroska og málskilning barna og þar með eykst félagsfærni og leikgleði sem eykur vináttubönd.


 


Næring


 


Stuðla skal að góðum matarvenjum og hollustu. Gæta skal þess að hafa fæðið sem fjölbreytilegast og nota sem minnst af fitu, sykri og salti. Vatn skal vera aðgengilegt fyrir börn og starfsmenn.


 


Efling á sjálfsvirðingu


 


Umhverfi og aðstæður eiga að veita barninu öryggiskennd með því að búa því hlýju, festu og takmarka óæskilegt álag. Ánægjulegt vinnuumhverfi eflir gagnkvæma virðingu, sjálfstraust, samkennd og samstöðu og samstarf allra í samfélagi heilsuleikskólans.


 


Umhverfisvernd


 


Leitast skal við að móta umhverfisstefnu. Gæta skal ábyrgðar og virðingar fyrir náttúrunni og umhverfinu.


 


(Anna Björg Aradóttir, Anna Lea Björnsdóttir, Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, Unnur Stefánsdóttir. 2002).