Sumarhátið

Í gær 2. júní var haldin sumarhátíð í leikskólanum Árbæ.  Fyrir hádegi voru deildirnar með ýmsar uppákomur í garðinum.  Snú, snú, krítar, sulluker, sápukúlur, andlitsmálun, þrautabrautir og málningu.  Ekki spillti veðrið fyrir sól og blíða. 
Eftir hádegi tók svo foreldrafélagið völdin og þá kom slökkvibíll, dráttarvél og síðast en ekki síst mætti Íþróttaálfurinn á svæðið.  Solla stirða gat ekki mætt vegna veikinda.  Foreldrafélagið bauð einnig upp á ýmsar veitingar eins og snúða, kókómjólk, latabæjarís og latabæjarvatn.  Gerðu börn og foreldrar þessu góð skil. 
Stjórn foreldrafélagsins stóð sig frábærlega við skipulagningu á þessari hátíð.