Úthlutun úr sprotasjóði

Leikskólinn Árbær fékk úthlutað styrk úr Sprotasjóði, kr. 500.000.-  vegna verkefnis skólaárið 2010 til 2011.


verkefnið ber heitið:


Skapar skólabragur velferð barna? Þróunarverkefni Árbæjar.


Markmið verkefnisins er að stuðla að heilbrigði og velferð barna í Árbæ.  

Verkefninu er ætlað að stuðla að líkamlegu og andlegu hreysti barnanna og skoða hvernig börn geta tekið þátt í því að byggja upp skilning hjá starfsfólki á þörfum barna.


Jafnframt því að ýta undir og styðja námsferli barna þar sem frumþörfum barnsins fyrir kærleik, frelsi, virðingu og gleði er mætt.