Daglegt líf í leikskólanum

Daglegt líf í leikskólanum



.Athafnir daglegs lífs í leikskólanum mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna. Skipulag og ákveðnar tímasetningar skapa öryggiskennd.

Daglegt líf í leikskólanum



.Athafnir daglegs lífs í leikskólanum mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna. Skipulag og ákveðnar tímasetningar skapa öryggiskennd.


Markmið



· að hvetja til frumkvæðis og sjálfstæðis barnanna


· að þarfir barnahópsins séu ávallt í fyrirrúmi


Leiðir


· hópastarf. Með því að starfa saman í hóp, læra börnin að þekkja og treysta hvert öðru og leggja þar grunn að vináttu og samstarfi. Börnin eru í sama hóp allt skólaárið og er skipt í hópa eftir aldri og þroska


· dagskipulag skal unnið með það í huga að námssviðin tengist hinu daglega lífi, ákveðin tímasetning og skipulag skapar öryggi hjá barninu og stuðlar jafnframt að samfelldum tíma til leikja og skapandi starfa


· notalegur tími skapist við matarborðið sem notaður er til að spjalla, styrkja góða borðsiði og sjálfsbjargarviðleitni barnanna


· í fataherbergi gefist góður tími til að styrkja jákvæð samskipti og sjálfstæði þeirra


· hvíldartíminn verði ánægjuleg samverustund þar sem öryggiskennd eflist, tengsl við hvert barn og barnahópinn í heild styrkist


· stuðlað er að því að börnin nái sjálf valdi á hreinlætisvenjum sínum og beri ábyrgð á þeim þegar þau hafa þroska til.Mikilvægt er að börnin finni hlýju og nærfærni hins fullorðna


Í leikskólanum Árbæ leggjum við áherslu á að börn og foreldrar finni að þau séu velkomin í leikskólann.