Inngangur
Við gerð skólanámskrár Árbæjar er stuðst við Aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla. Samkvæmt Aðalnámskrá ber hverjum leikskóla að semja sína námskrá þar sem gerð eru greinargóð skil á starfsemi hans og áherslum í starfi. Skólanámskrá Árbæjar veitir í stórum dráttum heildaryfirlit yfir starfsemi leikskólans.
- Skólanámskrá:
· gerir leikskólastarfið sýnilegra
· veitir yfirsýn yfir allar forsendur í rekstri leikskóla
· gerir leikskólastarfið markvissara og auðveldara
· veitir heildarsýn yfir uppeldisstarfið
· gefur starfsfólki skýrar upplýsingar um hvers er vænst af því
· gerir nýliðum auðveldara að komast inn í starfið
· auðveldar markvisst samstarf við foreldra og aðra samstarfsaðila.
( Aðalnámskrá leikskóla, 1999, bls. 35)
Í annarri grein leikskólalaganna er fjallað um meginmarkmið með uppeldi í leikskóla og þessi markmið eru höfð að leiðarljósi í Árbæ:
- að veita börnum umönnun, búa þeim hollt uppeldisumhverfi og örugg leikskilyrði
- að gefa börnum kost á að taka þátt í leik og starfi og njóta fjölbreyttra uppeldiskosta barnahópsins undir leiðsögn leikskólakennara
- að kappkosta í samvinnu við heimilin að efla alhliða þroska barna í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins og leitast við að hlúa að þeim andlega og líkamlega svo að þau fái notið bernsku sinnar
- að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í hvívetna
- að efla kristilegt siðgæði barna og leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun
- að rækta tjáningar- og sköpunarmátt barna í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd þeirra, öryggi og getu til að leysa mál sín á friðsamlegan hátt.
( Aðalnámskrá leikskóla, 1999, bls. 7)
Stefna leikskólans og hugmyndafræði byggist m. a. á lífsviðhorfi, gildismati, þekkingu og reynslu kennara hans sem og kenningum sem settar hafa verið fram af fræðimönnum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á leikskólastarfi.
Hver leikskóli fer sína leið í nálgun viðfangsefna.
Upplýsingar um leikskólann og rekstraraðila
Leikskólinn Árborg var stofnaður 31. mars 1995. Var hann sérstakur að því leyti að hann var samstarfsverkefni Selfossbæjar, Sandvíkurhrepps, Ölfushrepps, Gaulverjabæjarhrepps og Villingaholtshrepps og var því rekstraraðili byggðasamlag Árbæjar. Hann var staðsettur í gömlu íbúðarhúsi við Kirkjuveg sem seinna var rifið vegna nýrrar hótelbyggingar.
Nafni leikskólans var breytt í mars 1999 þegar Sveitarfélagið Árborg varð til og í dag heitir hann
Þann 14. júlí 2002 var formlega opnaður nýr
Skólaárið er frá 15. sept. til 15. maí ár hvert.
Rekstraraðili er Sveitarfélagið Árborg.
Leikskólafulltrúi er yfirmaður leikskóla Árborgar.Hann hefur yfirumsjón með rekstri og faglegu starfi leikskólanna og er einnig ráðgjafi þeirra. Leikskólafulltrúi hefur aðsetur í Ráðhúsi Árborgar.
Leikskólanefnd fer með málefni leikskóla og markar stefnu í uppbyggingu og rekstri þeirra í umboði bæjarstjórnar. Fulltrúi foreldra og starfsmanna leikskóla sitja í nefndinni.
Leikskólaráðgjafi v/sérkennslu hlutast til um greiningu og fylgir henni eftir og er í nánu samstarfi við foreldra og leikskóla og starfar í samvinnu við sérfræðinga Skólaskrifstofu Suðurlands, Heilsugæslu Selfoss og Svæðisskrifstofu Suðurlands og aðra greiningaraðila.
Húsnæði, útileiksvæði
Eins og áður er sagt er
Deildirnar eru nefndar eftir örnefnum í Fosslandi og heita þær Kringlumýri, Stekkjarlækur, Fosskot og Kotatún ( Guðmundur Kristinsson.1995.) .
Útileiksvæði Árbæjar snýr í suður og lóðin er umkringd trjáplöntum sem eiga eftir að skýla fyrir kuldastrekking sem kemur frá ánni þegar þeim vex ásmegin.
Vestan við húsið er gróðurhús sem við fluttum með okkur frá “gamla”Árbæ. Þar eru ræktaðar gulrætur, tómatar, paprikur, gúrkur, jarðarber o.fl. Einnig er safnkassi fyrir lífrænan úrgang og lítill reitur fyrir kartöflur.
Starfsmannastefna
Í lögum um leikskóla 12.gr. segir:
“Leikskólastjóri og það starfsfólk er annast uppeldi og menntun barna skal hafa menntun leikskólakennara” Í skólanámskrá Árbæjar er því talað um leikskólakennara þar sem starfsmanna er getið.
Starfsmannastefna leikskólans Árbæjar tekur mið af starfsmannastefnu sveitarfélagsins en er byggð í megindráttum á aðalmarkmiði okkar sem er að leggja aðaláherslu á félagslega færni einstaklingsins.
• Í leikskólanum Árbæ viljum við hafa hæft áhugasamt og traust starfsfólk í vinnu sem sýnir börnum og foreldrum hlýtt viðmót og leggur sig fram um að veita góða þjónustu
• Við viljum að starfsfólk sé hreinskilið, leiti upplýsinga á réttum stöðum og sé óhrætt við að segja skoðanir sínar á málefnalegan hátt
• Að starfsfólk kynni sér vel stefnur, markmið og vinnureglur leikskólans og leitist við að hafa þær að leiðarljósi í öllu sínu starfi
• Að starfsfólk viti hver er trúnaðarmaður þess, hvert starfssvið hans er og virði störf hans í þágu verkalýðsmála
• Minnt er á að starfsfólki ber að gæta að andlegri og líkamlegri heilsu sinni eins vel og kostur er
• Taka skal vel á móti starfsmönnum, nemum og öðrum sem leggja leið sína í leikskólann þannig að fólk finni að það er velkomið.
• Jákvæður og góður andi í starfsmannahópnum stuðlar að hamingjusömu og sjálfstæðu barni.
Leiðarljós í samskiptum:
• Við gefum okkur tíma til samráðs, leggjum áherslu á góðar upplýsingar og skýr skilaboð
• Við virðum og hrósum, hvetjum hvert annað til sjálfstæðis og frumkvæðis
• Við hlustum á aðra og virðum skoðanir þeirra
• Við erum samábyrg og viðhöldum góðri liðsheild
• Við erum hreinskilin og heiðarleg, baktölum ekki hvert annað
• Við heilsumst og kveðjumst, sýnum hvert öðru hlýlegt og vingjarnlegt Viðmót
• Við erum jákvæð og höfum gaman af starfi okkar
• Við erum stundvís og virðum tíma hvers annars
• Við tökum athugasemdum og ábendingum á jákvæðan hátt og lærum af mistökum okkar
• Við leggjum okkur fram um að leysa fljótt og vel úr ágreiningsmálum.
Starfsfólk leikskólans er bundið þagnarskyldu um öll trúnaðarmál svo og hagi barna og foreldra þeirra
Leikur og leikskólastarf
Hugmyndafræði leikskólans
Þegar farið var að vinna að markmiðssetningu fyrir leikskólann Árbæ voru Howard Gardner og Daniel Goleman og þeirra kenningar ofan á þegar hugmyndafræði var valin.
Hugmyndir Gardners um greindina falla vel að hugmyndum leikskólafræðanna um alhliða þroska barna. Þar skiptir miklu máli að átta sig á að hver einstaklingur býr yfir hæfni í öllum greindarþáttum. Flestir geta þróað hverja greind í viðunandi getustig. Greindirnar vinna saman á flókinn hátt. Þær eru eftirfarandi:
• málgreind
• rök-og stærðfræðigreind
• rýmisgreind
• líkams og hreyfigreind
• tónlistargreind
• samskiptagreind
• sjálfsþekkingargreind
• umhverfisgreind
( Armstrong, Thomas. 2001).
Ef greindarþættir
Goleman hvetur okkur til að;
• þekkja eigin tilfinningar og annarra
• þekkja okkur sjálf
• hafa stjórn á tilfinningum okkar, bæði hvað varðar okkur sjálf og í samskiptum við aðra.
Námsefni sem nefnist Stig af stigi og er byggt er á kenningum þessara fræðimanna hefur verið tekið til notkunar í Árbæ. Það er þýtt og staðfært af ráðgjafarstofunni Reyni á Akureyri. Þar er aðaláherslan lögð á samverustundir þar sem fjallað er um tilfinningar og siðfræði. Til aðstoðar eru leikbrúðurnar Hvutti hvatvísi, sem er eins og nafnið gefur til kynna mjög hvatvís, og Snigillinn staðfasti, sem reynir að halda aftur af honum.
Stig af stigi er auðveld leið:
• til að ræða tilfinningar
• til að æfa börn í að leysa úr vandamálum
• til að kenna börnum aðferðir sem draga úr árásarhneigð.
Heilsuleikskóli
Leikskólinn stefnir að því að tileinka sér viðmið heilsuleikskóla og hefur notað heilsubókina sem matstæki í þrjú ár.Í viðmiðum heilsuleikskóla stendur m.a.:
Hreyfing
Umhverfið þarf að bjóða upp á aðstöðu bæði úti og inni til að þjálfa jafnt gróf- og fínhreyfingar til að styrkja barnið líkamlega, andlega og félagslega. Markviss hreyfiþjálfun hefur einnig áhrif á málþroska og málskilning barna og þar með eykst félagsfærni og leikgleði sem eykur vináttubönd.
Næring
Stuðla skal að góðum matarvenjum og hollustu. Gæta skal þess að hafa fæðið sem fjölbreytilegast og nota sem minnst af fitu, sykri og salti. Vatn skal vera aðgengilegt fyrir börn og starfsmenn.
Efling á sjálfsvirðingu
Umhverfi og aðstæður eiga að veita barninu öryggiskennd með því að búa því hlýju, festu og takmarka óæskilegt álag. Ánægjulegt vinnuumhverfi eflir gagnkvæma virðingu, sjálfstraust, samkennd og samstöðu og samstarf allra í samfélagi heilsuleikskólans.
Umhverfisvernd
Leitast skal við að móta umhverfisstefnu. Gæta skal ábyrgðar og virðingar fyrir náttúrunni og umhverfinu.
(Anna Björg Aradóttir, Anna Lea Björnsdóttir, Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, Unnur Stefánsdóttir. 2002).
Leikurinn
Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins og kennsluaðferð leikskólakennarans.
Í leiknum er barnið að skapa. Frjáls og sjálfsprottinn leikur er hið eðlilega tjáningarform barns og æðstur allra leikja. Hann er gæddur lífi með upplifunum og daglegum störfum barna og fullorðinna. Leikur endurspeglar reynsluheim barnsins, þá menningu og samfélag sem barnið býr í. Barnið lifir sig inn í þá atburði sem gerast í kringum það. Í leik rifjar barnið upp það sem það hefur séð, heyrt og upplifað, lætur ímyndunaraflið ráða ferðinni og umbreytir persónum og atburðum eftir skilningi sínum og tilfinningum. Spuninn í leiknum þróast oft í samráði við leikfélaga. Við notum mikið opið leikefni. Það er allt sem börnin leika sér með en leiðir ekki til fyrirfram ákveðinna lausna. Eingöngu er háð hugmyndum barnsins hvernig og hver lausnin er. Leikefni sem er notað í leikskólanum er m.a. einingakubbar, stórir kubbar, vatn, sandur, leir, alls konar litir og málningog verðlaust efni (umbúðir o.þ.h.) .
Í Árbæ miðum við heildarstarf leikskólans við leikinn. Hann fléttast inn í dagskipulagið. Lögð er áhersla á að hvert og eitt barn fái notið bæði hvíldar og útrásar í leiknum og umgangist hvert annað af virðingu. Leikskólakennarinn tekur þátt í leiknum með börnunum, styður og hvetur og gefur tækifæri til að beita rökhugsun og sýna frumkvæði (Valborg Sigurðardóttir. 1991).
Lífsleikni
Lífsleikni birtist í öllu starfi og stefnu leikskólans og felur í sér viðleitni til að dýpka skilning barnsins á sjálfu sér.
Lífsleikni barna er efld með því að örva tilfinningaleikni þeirra í gegnum dagleg samskipti og á skipulagðan hátt. Sé börnum skapað leikumhverfi þar sem sköpun og sjálfstæð hugsun fær að njóta sín þá eflist leikni þeirra til að takast á við umhverfið. Þegar börnin læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, styrkist sjálfstraust þeirra og þau verða hæfari í samskiptum við aðra. Af því leiðir að börnin eiga auðveldara með að fara eftir þeim reglum sem ríkja í samfélaginu og læra að bera virðingu fyrir umhverfinu og margbreytileika einstaklingsins ( Leikskólinn Síðusel. 1997).
Markmið:
• að tileinka sér undirstöðuatriði heilbrigðs lífs og lífsviðhorfa í samneyti við jafningja í leik og starfi
• að vera umburðarlynd gagnvart ólíkum skoðunum, menningu og reynslu
• að bera virðingu fyrir náttúrunni, dýrum og jurtum
• að þekkja eigið sjálf, þróa með sér jákvæða sjálfsmynd og tilfinningu fyrir eigin getu.
Leiðir:
• námsefnið Stig af stigi
• hafa fáar einfaldar reglur
• hjálpa börnunum til að skilja, skynja og skapa
• hvetja til útiveru og vettvangsferða til að skoða náttúruna og njóta hennar.
Daglegt líf í leikskólanum
Athafnir daglegs lífs í leikskólanum mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna. Skipulag og ákveðnar tímasetningar skapa öryggiskennd.
Markmið:
• að hvetja til frumkvæðis og sjálfstæðis barnanna
• að þarfir barnahópsins séu ávallt í fyrirrúmi.
Leiðir:
• Hópastarf. Með því að starfa saman í hóp, læra börnin að þekkja og treysta hvert öðru og leggja þar grunn að vináttu og samstarfi. Börnin eru í sama hóp allt skólaárið og er skipt í hópa eftir aldri og þroska
• Dagskipulag skal unnið með það í huga að námssviðin tengist hinu daglega lífi, ákveðin tímasetning og skipulag skapar öryggi hjá barninu og stuðlar jafnframt að samfelldum tíma til leikja og skapandi starfa
• Notalegur tími skapist við matarborðið sem notaður er til að spjalla, styrkja góða borðsiði og sjálfsbjargarviðleitni barnanna
• Í fataherbergi gefist góður tími til að styrkja jákvæð samskipti og sjálfstæði þeirra
• Hvíldartíminn verði ánægjuleg samverustund þar sem öryggiskennd eflist, tengsl við hvert barn og barnahópinn í heild styrkist
• Stuðlað er að því að börnin nái sjálf valdi á hreinlætisvenjum sínum og beri ábyrgð á þeim þegar þau hafa þroska til. Mikilvægt er að börnin finni hlýju og nærfærni hins fullorðna.
Í leikskólanum Árbæ leggjum við áherslu á að börn og foreldrar finni að þau séu velkomin í leikskólann.
Sérkennsla
Leikskólinn er fyrir öll börn og okkur ber að koma til móts við þarfir þeirra eins og kostur er.
Markmið:
• að öll börn fái þroskavænleg verkefni við sitt hæfi og geti notið sín í starfi og leik með öðrum börnum
• að öll börn séu hluti af hópnum en einangrist ekki vegna sérstöðu sinnar
• að veita öllum börnum uppeldisskilyrði við hæfi og að koma til móts við þarfir þeirra í starfi og leik.
Leiðir:
• greining á sérkennsluþörf í samráði við foreldra
• verkefni við hæfi, í samráði við foreldra og stofnanir sem hafa af börnunum að segja
• markviss málörvun
• sértæk úrræði vegna hegðunarvandkvæða eða annarra sérþarfa barnanna
• hreyfistundir með markvissri þjálfun
• örvun í gegnum daglegar venjur, t.d. í fataklefa, við matarborð og í samverustundum.
Námssvið leikskólans
Hreyfing
Í Árbæ viljum við að öll börn fái tækifæri og góð skilyrði til vel skipulagðrar og fjölbreyttrar hreyfingar.
Við viljum að börnin finni líkamlega vellíðan, gleði og ánægju af að hreyfa sig.
Við viljum að líkamsrækt verði stór þáttur í lífi barnanna, bæði nú og síðar á ævinni.
Að börnin finni fyrir þörf til þess að hreyfa sig og að þau njóti sín í íþróttum og hreyfingu.
Starfsfólk komi inn jákvæðu hugarfari hjá börnunum gagnvart hreyfistundum sem og annarri líkamsbeitingu.
Markmið:
• að börnin öðlist meiri líkamsvitund, þor og þol
• að efla sjálfstraust og gefa jákvæða styrkingu
• að þjálfa jafnvægi og einbeitingu
• að efla frumkvæði barnanna
• að þjálfa samhæfingu líkamans
• að efla tillitssemi, samvinnu og aga
• að þjálfa hugtakaskilning.
Leiðir
• Börnin fá skipulagða hreyfistund einu sinni í viku í sal
• Áhersla er lögð á fjölbreyttar leikfimisæfingar til að efla grófhreyfingar
• Hlaupaleiki til þrekþjálfunar, úti og inni
• Hreyfileiki þar sem börnin skynja umhverfi sitt,rými,fjarlægð og stöðuhugtök (fyrir aftan,framan,bak við og fr)
• Slökun með rólegri tónlist
• Leggjum áherslu á færni í samskiptum, tillitssemi og heiti líkamshluta
• Notum gönguferðir um nágrennið til hreyfiþjálfunar
• Heilsubók barnsins þar sem geta, framfarir, hæð og þyngd er skráð tvisvar á ári
• Starfsfólk sýni gott fordæmi bæði í orði og verki
Heilbrigð sál í hraustum líkama
Málrækt
Tungumálið er mikilvægasta tæki manna til boðskipta. Með tungumálinu tjáum við okkur, tilfinningar, langanir og þrár og síðast en ekki síst það sem við ætlum okkur að
Markmið:
• að efla málþroska, byggja upp máltilfinningu
• að málörvun tengist öllum uppeldisþáttum
• að stuðla að jákvæðu og gefandi málumhverfi.
Leiðir:
• Hljóm – 2 er próf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund fimm ára barna í leikskólum.
• Ritmál er haft sýnilegt, leiksvæðin merkt í hæð barnanna og táknin notuð með
• Farið er í hrynleiki, sungin fjölbreytt lög og farið með þulur og romsur sem reyna á framburð og auka orðaforðann
• Börnin segja frá eigin reynslu eða segja sögur fyrir framan hina sem reynir á framsögn og framkomu þeirra. Þar skiptir miklu máli virk hlustun og að nota opnar spurningar t.d. hver, hvað, hvers vegna.
Málræktarverkefni er í leikskólanum sem tengir saman leikskólann og heimili barnanna og er það þannig að fjórir bangsar, einn á hverri deild, fara til skiptis heim með börnunum, þau hugsa um bangsann yfir helgina og hann fær að vera þátttakandi í heimilislífinu. Foreldrar skrifa frásögn sem kennararnir lesa fyrir hin börnin. Í þessu felst mikil málörvun og síðast en ekki síst tengist þetta félagsþroskanum og tilfinningagreindinni. Bókaúrval er fjölbreytt, bókasafnið heimsótt reglulega og einnig eru börnunum sagðar sögur og ævintýri.
Myndsköpun
Myndsköpun er mikilvægur tjáningarmiðill. Hún eflir sjálfstraust og barnið lærir að miðla hugsunum sínum og tilfinningum til annarra. Leikskólinn vill veita börnunum tækifæri á að tjá sig í myndum og margs konar mótanlegum efnum.
( Valborg Sigurðardóttir. 1989).
Markmið :
• að börnin njóti þess að vinna við myndsköpun
• að börnin öðlist sjálfstraust og skapandi hugsun
• að samhæfa augu og hendur
• að börnin læri rétt grip
• að börnin læri að nota ýmis áhöld og efnivið til myndsköpunar
• að börnin geti rætt um myndsköpun sína og annarra
• að börnin fái innsýn í myndsköpun og þann efnivið sem hægt er að nýta sér
• að athöfnin sjálf skiptir meira máli en “afurðin”
• að börnin komist í kynni við ýmiss konar listaverk og listiðnað.
Leiðir:
• að veita börnunum sem fjölbreytilegust tækifæri og handleiðslu til örvunar hugmyndaflugsins og til uppgötvunar á nýjum möguleikum í myndsköpun
• að börnin njóti þess ríkulega að fást við ýmis konar myndsköpun og sé hjálpað til þess að tjá hugsanir og tilfinningar sínar
• að börnin fái að
• að börnin skapi sjálf sín verk og starfsfólk hjálpi börnunum til að hjálpa sér sjálf en vinni ekki fyrir þau
• að starfsmenn ræði við börnin um verk þeirra og séu reiðubúnir til að taka þátt í sköpunarferlinu og gleðjast með þeim
• að nota verðlaust efni til myndsköpunar þannig að börnin kynnist af eigin raun hvað hægt er að
Tónlist
Í tónlist fylgjum við stefnu Edgars Willems. Hann var belgískur tónlistarkennari sem hannaði kennsluefni fyrir leikskólabörn. Í kennsluefni hans er komið inn á söng, hlustun, rythmaþjálfun og frjálsa hreyfingu við tónlist.
Kennslustefna Willems er sú að tónlistin sé tungumál og að barnið eigi að þroskast tónlistarlega eftir sömu leiðum og það lærir að tala. Unnið er frá hinu hlutbundna til þess huglæga og lögð áhersla á að sérhver einstaklingur, hvernig svo sem hann er í stakk búinn, geti notið tónlistar sem gleðigjafa í lífinu.( Sigríður Pálmadóttir. 1991).
Markmið :
• að barnið fái fjölbreytta tónlistarþjálfun
• að efla einbeitingarhæfni barnsins
• að styrkja sjálfsmynd þess
• að barnið læri að meta gildi tónlistar, bæði eigin og annarra.
Leiðir:
• að hlusta á tónlist og njóta hennar þannig
• að greina hana og tjá sig í máli og myndum um efnislega þætti hennar
• nota hreyfingu til þess að tjá viðbrögð við tónlistinni
• hreyfa sig eftir fjölbreyttri tónlist
• skapa tónlist með söng og hljóðfæraspuna
• að stuðla að því að börnin heyri og sjái lifandi tónlistarflutning.
Náttúra og umhverfi
Lífsafkoma okkar mannanna er á margan hátt háð náttúrunni og náttúruöflum og því ber að umgangast þau og umhverfið af virðingu. Okkur er nauðsynlegt að þekkja náttúruna, feril hennar og fyrirbæri og upplifa hana af eigin raun.
Markmið:
• að barnið þekki og beri virðingu fyrir umhverfi sínu
• að barnið komist í tengsl við náttúruna og læri að njóta hennar.
Leiðir:
• endurnýting/endurvinnsla
• göngu og vettvangsferðir
• lambaferðir/fjöruferðir
• skógarferðir
• dagleg útivist
• kynnumst garðrækt
• fylgjumst með breytingum árstíðanna
• fylgjumst með veðri og áhrifum þess
• skoðum og söfnum hlutum og lífverum úr náttúrunni.
Í leikskólanum Árbæ eru til ýmis áhöld svo sem stækkunargler, víðsjá, sjónauki, myndavél, sjónvarp og myndvarpi sem gerir börnunum kleift að rannsaka og skoða hin ýmsu viðfangsefni sem við höfum í höndunum hverju sinni.
Menning og samfélag
Markmið:
• Barn kynnist smám saman því samfélagi sem það lifir í
• Leikskólar eru í mismunandi umhverfi í atvinnulegu, félagslegu og menningarlegu tilliti eftir því hvar þeir eru, í borg eða bæ, við sjó eða í sveit
• Leikskólastarf á hverjum stað mótast eðlilega af þessum ytri skilyrðum
• Hverjum leikskóla ber að nýta þau menningarlegu og félagslegu tækifæri sem umhverfi hans og staðsetning gefur kost á.
Leiðir:
• Á þorranum er haldið þorrablót og börnunum sagt frá gömlum hefðum og venjum sem tengjast þorranum.
• Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru haldnir hátíðlegir og páskar og þjóðhátíðardagur eru fléttaðir inn í daglegt starf og rætt um tilgang þeirra við börnin.
• Í jólamánuðinum er skapað andrúmsloft friðar og notalegheita til að vega upp á móti hraða, erli og spennu sem því miður vill myndast í þjóðfélaginu á þessum tíma.
• Farið er að Snæfoksstöðum til að velja og sækja jólatré.
• Haldið er upp á afmæli barnanna,boðið upp á veitingar og flaggað fyrir afmælisbarninu.
• Vorhátíð er haldin áður en leikskólinn fer í sumarfrí í samvinnu við foreldrafélagið.
• Útskrift elstu barnanna. Formleg útskriftarathöfn er í maí ár hvert.
• Útskriftarferð elstu barnanna er einnig á vorin. Þá er farin dagsferð til höfuðborgarinnar og börnin kynna sér menningu og listir.
• Sýning á vetrarstarfi barnanna er á vordögum.
Samstarf heimilis og leikskóla
Reynt er að stuðla að sem bestu upplýsingaflæði milli heimilanna og leikskólans. Gefin eru út fréttabréf, upplýsingabæklingur, áætlanir o.s.frv. sem foreldrar fá heim með börnunum. Einnig er upplýsingatafla í fataklefa þar sem allt er skrifað sem viðkemur foreldrum. Foreldrafélag er í Árbæ og hittist ráð þess einu sinni í mánuði með leikskólastjóra í u.þ.b.1 klst. í senn. Fyrsta fimmtudagsmorgun hvers mánaðar er foreldrakaffi inn á deildum. Yfirleitt er hægt að ræða við leikskólastjóra/aðstoðarleikskólastjóra og annað starfsfólk með litlum eða engum fyrirvara. Á vorönn eru foreldraviðtöl. Þá eru foreldrar hvers barns boðaðir í viðtal með deildarstjóra og hópstjóra barnsins. Þar er rætt um hvernig gangi, hvernig barninu líður í leikskólanum og farið í gegnum heilsubókina
Haldinn hefur verið sérstakur kynningarfundur með nýjum foreldrum að hausti og svo er annar fyrir alla foreldra í október/nóvember.
Mat á leikskólastarfinu
Heilsubókin er okkar aðal matstæki en hún er upprunnin frá leikskólanum Skólatröð í Kópavogi. Leikskólakennarar eru höfundar þessarar bókar sem kom út 1998. Haustið 2004 fengum við endurútgáfu senda með viðauka og breytingum. Mælingar fara fram vor og haust og í foreldraviðtölum geta foreldrar fengið að sjá bókina og fylgst með framförum barna sinna. Með því að nota þessa bók sem matstæki teljum við að okkur gangi betur að fylgjast með framförum og frávikum hvers einstaklings.
Hvað innra mat leikskólans varðar þá eru starfsmannafundir notaðir til að meta starfið jafnóðum og í lok skólaársins er það metið í heild sinni. Ársskýrslu og ársáætlun er skilað til leikskólafulltrúa í sept/okt.
Almennar reglur og upplýsingar til foreldra
Á tússtöflum og á hurðum í forstofum er ýmsum upplýsingum komið á framfæri.
Einnig minnum við á nettengingu á Mentor.is en þar eru nýjustu upplýsingar og fréttir af leikskólastarfinu.
Tilkynningar um fjarvistir og breytingar
Nauðsynlegt er að tilkynna breytingar á högum og aðstæðum leikskólabarnsins s.s. veikindi, fjarveru foreldra, nýtt heimilisfang, símanúmer, námslok námsmanna og breytta hjúskaparstöðu.
Ef aðrir en foreldrar sækja barnið er af öryggisástæðum nauðsynlegt að láta starfsmenn vita. Börn undir 12 ára aldri mega ekki sækja börn í leikskólann.
Óski foreldrar eftir að barn taki frí í leikskólanum utan sumarleyfis er það heimilt enda greiðist fullt vistgjald barnsins.
Leikskólagjöld
Leikskólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli eða boðgreiðslum. Greitt er fyrirfram og er eindagi 20. hvers mánaðar. Hafi gjald ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir frá og með gjalddaga sem telst vera dagsetning greiðsluseðils.
Bílapúst
Við biðjum alla að slökkva á bílum sínum á meðan farið er með börnin inn í leikskólann. Rannsóknir hafa sýnt að útblástur frá bílum er mörgum sinnum hættulegri en t.d. sígarettureykur. Mörg börn eru í sömu hæð og pústið og anda því að sér þegar þau ganga aftan við bílana.
Fatnaður/útivist
Útivist er mikilvægur þáttur í uppeldisstarfi leikskólans þar sem grófhreyfingar og frjáls leikur er í fyrirrúmi. Útivist er holl öllum börnum. Nauðsynlegt er
að hafa aukaföt með í leikskólann. Klæðnaður þarf að vera í samræmi við veðurfar og greinilega merktur
Vegna slysahættu viljum við benda foreldrum á að reimar í fatnaði geta verið hættulegar barninu í leiktækjum.
Fatahólf barnanna þarf að tæma á föstudögum. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel frá fatnaði og skóm ofan í töskur í lok dags ef þær eru geymdar í leikskólanum yfir vikuna.
Skipulagsdagar-námskeiðsdagur
Á hverju ári eru tveir skipulagsdagar og einn námskeiðsdagur. Þeir eru notaðir til að skipuleggja og undirbúa uppeldisstarf leikskólans, til endurmenntunar og endurmats þess starfs sem unnið hefur verið. Þessa daga er leikskólinn lokaður og eru þeir auglýstir með góðum fyrirvara.
Símanúmer leikskólans :4803250
Netfang leikskólans: arbaer@arborg.is
Heimildaskrá
Anna Björg Aradóttir, Anna Lea Björnsdóttir, Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, Unnur Stefánsdóttir. 2002. Samstarfsverkefni. Menntamálaráðuneytið, Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytið, Landlæknisembættið.
Armstrong, Thomas. 2001. Fjölgreindir í skólastofunni. JPV útgáfa. Reykjavík.
Arndís Ásta Gestsdóttir, Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Unnur
Stefánsdóttir. 1998. Heilsubók barnsins. Heilsuleikskólinn Skólatröð, Rvk.
Álfheiður Steinþórsdóttir, Guðfinna Eydal. 1995. Barnasálfræði. Mál og Menning, Rvk.
Félag íslenskra leikskólakennara. 2000. Leikskólastefna félags íslenskra leikskólakennara. F.Í. L. , Rvk.
Goleman, Daniel, 1995. Tilfinningagreind. Iðunn, Rvk.
Guðmundur Kristinsson. 1995. Saga Selfoss. Prentsmiðja Suðurlands, Selfosskaupstaður.
Leikskólinn Síðusel. 1997. Gæðahandbók. Rvk.
Menntamálaráðuneytið.1999. Aðalnámskrá leikskóla. Rvk.
Sigríður Pálmadóttir. 1991. Tónmennt 1. Fósturskóli Íslands, Rvk.
Sigríður Pálmadóttir. 1991. Tónmennt 2. Fósturskóli Íslands, Rvk.
Stig af stigi. 2002. Þýðandi Þórir Jónsson. Prentun: Ásprent, Akureyri.
Valborg Sigurðardóttir. 1991. Leikur og leikuppeldi. Menntamálaráðuneytið, Rvk.
Valborg Sigurðardóttir. 1989. Myndsköpun ungra barna. Menntamálaráðuneytið, Rvk.