Alli Nalli og tunglið

Miðvikudaginn 17. mars bauð foreldrafélag Árbæjar börnunum upp á leiksýningu.   Sýningin heitir Alli Nalli og tunglið og er sett upp af Möguleikhúsinu.  Sýningin stóð í klukkutíma og sátu börnin dolfallin og horfðu á það sem fram fór.  Þau voru dugleg að að taka þátt í því sem þau máttu taka þátt í og á milli sátu þau stillt og prúð og horfðu á. Leikskólinn þakkar foreldrafélaginu fyrir þessa skemmtilegu uppákomu.
sjá fleiri myndir