Tónlistarskóli

Í morgun fóru öll börn í Árbæ í gönguferð í Múla hús Tónlistarskóla Árnessýslu.  Elstu börnin sungu og nemendur og kennarar úr tónlistarskólanum spiluðu undir.
Foreldrar og yngri börnin sátu í salnum og hlustuðu af áhuga.  Allir skemmtu sér hið besta og kunnum við tónlistarskólanum bestu þakkir fyrir þetta samstarf.