Þróunarverkefni Árbæjar leikskólaárið 2010-2011

Skýrsla þróunarverkefnis Árbæjar:
Skapar skólabragur velferð barna,
er komin á heimasíðu  Árbæjar.
Skýrslan er hér á síðunni á undan
.


 

Niðurstöður verkefnisins eru þær að skólabragur hefur áhrif á líðan barna og skapar velferð þeirra.
Draga má eftirfarandi ályktanir af niðurstöðum verkefnisins:
Það skiptir máli hvernig
komið er fram við börn í leikskólum.
Það skiptir máli að það sé borin virðing fyrir
leikskólabörnum og rétti þeirra.
Það skiptir máli að í leikskólum ríki gleði í daglegu starfi, að
börnin hafi frelsi þ.e. valkosti og að það ríki kærleikur í starfi með börnunum.
Það er mikilvægt að vinna með viðhorf starfsfólks.
Það er mikilvægt að starfsfólk geri
sér grein fyrir hlutverki sínu í uppeldi barna í leikskólum.
það er mikilvægt að starfsfólk geri
sér grein fyrir og axli ábyrgð á áhrifum sínum á velferð barna sem dvelja í leikskólum