Konudagur- dömukaffi

Mánudaginn 21. febrúar, verður dömukaffi í Árbæ.  Þá eru allar dömur tengdar börnunum velkomnar í morgunkaffi frá 8:10 – 9:30.  Mömmu, ömmur, systur, frænkur og vinkonur eru velkomnar til að fá sér kaffi, spjalla og leika sér við börnin á þessum tíma.
Vonumst til að sjá sem flestar dömur.
Starfsfólk Árbæjar