Þorrablót

Þriðjudaginn 8. febrúar var þorrinn blótaður í Árbæ.  Um morguninn söfnuðust börn og kennarar í salinn.  Þar léku börnin á Heiðarsundi leikritið um Búkollu fyrir alla og svo sungu allir nokkur lög.  Þetta var mjög gaman. Í hádeginu var svo boðið upp  á sviðasultu, slátur, hangikjöt, kartöflumús, rófur og hákarl.  Borðuðu flestir vel og sumir af öllum sortum.