Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn sunnudaginn 6. febrúar 2011. Þar sem dagurinn er á sunnudegi verður hann haldinn hátíðlegur föstudaginn 4. febrúar.  Þá verður opið hús í leikskólanum Árbæ frá kl. 10 til 15.

Við viljum samt vekja athygli á því að á milli 12 og 13 er hvíldarstund hjá börnunum þar sem mörg af yngri börnunum sofa og biðjum við því fólk að virða það og trufla ekki á þeim deildum þar sem það er.

Þennan dag eru allir velunnarar leikskólans velkomnir til að skoða og fylgjast með börnunum í leik og starfi. 

 

6. febrúar varð fyrir valinu sem Dagur leikskólans vegna þess að félagið var stofnað 6. febrúar árið 1950 af tuttugu og tveimur leikskólakennurum sem höfðu útskrifast hér á landi, þeir fyrstu útskrifuðust frá Uppeldisskóla Sumargjafar í febrúar 1948.