Bóndadagur Herrakaffi

Föstudaginn 21. janúar 2011  á bóndadaginn verður herrakaffi í leikskólanum Árbæ frá kl. 8 – 9:30.  Þá mega börnin bjóða karlkyns ættingjum (pöbbum, öfum, bræðrum, frændum o.s.frv.) í kaffi.   Tilvalið tækifæri til að koma við í leikskólanum og sjá börnin í leik og starfi.  Einnig er alltaf gaman að sýna sig og sjá aðra.
Dömurnar fá svo að koma daginn eftir konudaginn (auglýst síðar).