Fundur í Sunnulæk

Fréttabréf


maí 2011Foreldrafélag


Sunnulækjarskóla


Stuttur aðalfundur


og kaffispjall


Við minnum á aðalfund Foreldrafélags Sunnulækjarskóli sem haldinn verður þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 20:00 á kaffistofu kennara í Sunnulækjarskóla.


Foreldrar/forráðamenn tilvonandi 1. bekkinga eru sérstaklega boðnir velkomnir.Dagskrá:


1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins


2. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum


3. Kosningar


4. Aðalfundur ákveður upphæð árgjalds fyrir skólaárið 2011-2012


5. Önnur mál


Kaffi og kökur í boði foreldrafélagsins.


Búið er að finna frambjóðanda í allar stöður og því þarf ekki að leita eftir aðilum á fundinum en að sjálfsögðu er fólki velkomið að bjóða sig fram ef áhugi er fyrir hendi.


Vonumst til að sjá sem flesta.


Kveðja stjórnin


Við


þökkum foreldrum,


starfsfólki skólans


og nemendum


gott samstarf á


starfsárinu.


Kveðja,


stjórninFr 7. fundi foreldraflags Sunnulkjarskla sklari 2010-2011


Stjórnin óskar Lindu og Karen innilega til hamingju með börnin.Skoðaðar voru samþykktir félagsins og sérstaklega það sem snýr að aðalfundi. Rætt var um mögulegar lagabreytingar og var ákveðið að bíða með það þar til næsta vetur.Hugmyndir höfðu verið um að hafa fræðslufyrirlestur á eftir aðalfundi um rafrænt einelti. Hins vegar verður sambærilegur fyrirlestur á vegum sveitarfélagsins og var því ákveðið að hafa ekki fyrirlestur samhliða aðalfundinum þetta árið.Tekin var ákvörðun um að senda næsta fréttabréf til foreldra elstu leikskólabarna Árborgar sem fara í Sunnulækjarskóla á næsta ári og þar með fundarboð á aðalfund foreldrafélagsins.Rætt var um hvernig fulltrúi í fræðslunefnd Árborgar væri kosinn og þær boðleiðir sem eru á milli hans og foreldrafélaga á svæðinu. Ákveðið var að skoða það næsta haust með öðrum skólum á Árborgarsvæðinu.Tekin var ákvörðun um að kaupa 200 bingóspjöld og gefa skólanum.Ákveðið var að styrkja vorhátíð Sunnulækjarskóla líkt og undanfarin ár.Rætt var um foreldraröltið og hvað fræðslufundurinn síðastliðið haust hefði verið áhrifaríkur og einnig umfjöllun um gagnsemi röltsins í Dagskránni. Var því rætt að minna á foreldraröltið með sambærilegri blaðaumfjöllun næsta haust og aftur í upphafi ársins 2012.Foreldrafélagið hefur mikinn áhuga á heildrænni íþrótta- og tómstundastefnu Árborgar og ætlar að halda áfram að fylgjast með framvindu þeirrar stefnu. Þá var rætt um möguleika þess að nýta sundrútuna fyrir nemendur skólans sem sækja íþróttaviðburði í Vallaskóla.Sú hugmynd hefur komið upp að styrkja nemendafélagið 2011-2012 til að taka myndir af kennurum og setja á heimasíðu skólans.


Kæru foreldra/forráðamenn tilvonandi 1. bekkinga


Í Sunnulækjarskóla hefur þróast öflugt foreldrastarf og hvetjum við ykkur til að kynna ykkur starf foreldrafélagsins á heimasíðu skólans. Þar er að finna tengil inn á vef félagsins auk þess sem öll útgefin fréttabréf eru aðgengileg.


Fulltrúar foreldra í hverjum árgangi (bekkjartenglar) hafa einnig verið mjög virkir. Foreldrar 1. bekkinga hittust t.d. í haust og komu sér saman um afmælishald og einnig um sameiginlega sundferð, jólaljósaferð og fjöruferð um vorið. Þannig gafst foreldrum ágætis tækifæri til að kynnast og stilla saman strengi.


Við ætlum að halda áfram með öflugt foreldrastarf næsta haust og hlökkum til að fá ykkur í lið með okkur. Kær kveðja, stjórnin


Bls.2