Fréttir

Úthlutun úr sprotasjóði

Leikskólinn Árbær fékk úthlutað styrk úr Sprotasjóði, kr. 500.000.-  vegna verkefnis skólaárið 2010 til 2011.


verkefnið ber heitið:


Skapar skólabragur velferð barna? Þróunarverkefni Árbæjar.


Markmið verkefnisins er að stuðla að heilbrigði og velferð barna í Árbæ. 



 

Sumarhátið

Í gær 2. júní var haldin sumarhátíð í leikskólanum Árbæ.  Fyrir hádegi voru deildirnar með ýmsar uppákomur í garðinum.  Snú, snú, krítar, sulluker, sápukúlur, andlitsmálun, þrautabrautir og málningu.  Ekki spillti veðrið fyrir sól og blíða. 
Eftir hádegi tók svo foreldrafélagið völdin og þá kom

Hjóladagur

27. maí var hjóladagur í Árbæ. 
Allir skemmtu sér hið besta og var almenn ánægja með daginn. 

Sumarhátíð í Árbæ

Miðvikudaginn 2. júní 2010 verður sumarhátíð í leikskólanum Árbæ.  Sumarhátíðin er á vegum foreldrafélagsins.
Hátíðin byrjar kl. 14 og stendur til kl. 16.  Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir.
Boðið verður upp á snúða, kókómjólk, skyrdrykk og ís

2004 árgangurinn útskrifaður

Þriðjudaginn 11. maí útskrifuðust börnin sem fædd eru 2004 frá Árbæ.  Athöfnin fór fram frá Tónlistarskólanum.  Ýmislegt var gert til skemmtunar.  Börnin halda flest áfram í leikskólanum, en fara svo öll í skóla í haust.

Vorhátíð

Miðvikudaginn 2. júní 2010, verður vorhátíð í Árbæ. 
Hátíðin byrjar kl. 14 og stendur til kl. 16.  Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir.

Alli Nalli og tunglið

Miðvikudaginn 17. mars bauð foreldrafélag Árbæjar börnunum upp á leiksýningu.   Sýningin heitir Alli Nalli og tunglið og er sett upp af Möguleikhúsinu. 

Tónlistarskóli

Börn fædd 2004 sem eru í leikskólanum Árbæ fóru í gær í tónlistarskólann á æfingu fyrir tónleika sem verða seinna í mánuðinum.  Myndir frá æfingunni eru á vef Tónlistarskólans www.tonar.is

Daglegt líf í leikskólanum

Daglegt líf í leikskólanum



.Athafnir daglegs lífs í leikskólanum mótast af andlegum og líkamlegum þörfum barnanna. Skipulag og ákveðnar tímasetningar skapa öryggiskennd.