Fréttir

Skipulagsdagur

Mánudaginn 3. janúar 2011 verður leikskólinn Árbær lokaður vegna skipulagsdags.
Þennan dag notum við til að afla okkur fróðleiks og skipuleggja starfið okkar.
Starfsfólk Árbæjar

Viðburðir í desember

Ýmsir viðburðir eru á dagskrá leikskólans í desember. 
Við munum samt halda okkur innan skynsamlegra marka og munum
að starfið í desember snýst fyrst og fremst um að hafa frið og ró og njóta lífsins.
En hér að neðan eru þeir viðburðir sem ákveðnir hafa verið í desember.  Við munum svo
bæta við þetta eftir því sem nær dregur.

Talkennsla

TALÞJÁLFUN HJÁ SVEITARFÉLAGINU ÁRBORG


 


Nú er að fara af stað talþjálfun hjá Sveitarfélaginu Árborg og fer hún fram í Vallaskóla. Talmeinafræðingur er Hólmfríður Árnadóttir og henni til aðstoðar er Margrét Kristjánsdóttir grunnskólakennari, sem er með sérstaka áherslu á kennslu yngribarna, málþroska og lestur.


 



Heilsubók

Nú er verið að vinna á fullu í heilsubókinni okkar.  Þegar þeirri vinnu lýkur taka við foreldraviðtöl, en þau verða í nóvember.

Kynningarfundir

Í september verða haldnir fundir á deildum þar sem vetrarstarfið verður kynnt. 
Kotatún og Fosskot verða með fundi þegar aðlögun þar lýkur. 
Fundir á öðrum deildum verða sem hér segir:

Haust í Árbæ

Nú er þetta heita og góða sumar brátt á enda og haustið að koma.
Það hefur oft einkennt haustin hér á Suðurlandi að þau eru blaut og stundum köld.
Þess vegna viljum við hvetja foreldra til að taka fram pollagallana og stígvélin, athuga hvort þetta er heilt og passar

Júlí, ágúst 2010

Í Árbæ er boðið upp á ávexti alla daga, bæði  á morgnana og síðdegis.  Hakkbollur og fiskbúðingur er búið til frá grunni í leikskólanum, allt brauð er bakað í leikskólanum, nema ristaða brauðið sem er í morgunmat á föstudögum. 


Morgunmatur er til skiptis, hafragrautur, súrmjólk, Cheerios og Kornfleks.  Lýsi er í boði alla morgna fyrir börn sem eru í morgunmat.  Ef börn eru með vottorð vegna óþols eða ofnæmis þá er útbúinn sér matur fyrir þau.