Fréttir

Öskudagur – NÁTTFATABALL

Miðvikudaginn 9. febrúar er öskudagur.  Þá er NÁTTFATABALL Í ÁRBÆ. 
Þá mætum við í náttfötum, sláum köttinn úr tunnunni, höldum ball í salnum og höfum það huggulegt.
Hlökkum til.

Ferð í Húsið

Á mánudaginn fór útskriftarárgangur Árbæjar í Húsið á Eyrarbakka.  Farið var með rútu í boði foreldrafélagsins.  Svo fengum við leiðsögn um húsið.  Þetta var fróðleg og skemmtileg ferð.

Konudagur- dömukaffi

Mánudaginn 21. febrúar, verður dömukaffi í Árbæ.  Þá eru allar dömur tengdar börnunum velkomnar í morgunkaffi frá 8:10 – 9:30.  Mömmu, ömmur, systur, frænkur og vinkonur eru velkomnar til að fá sér kaffi, spjalla og leika sér við börnin á þessum tíma.
Vonumst til að sjá sem flestar dömur.
Starfsfólk Árbæjar

Þorrablót

Þriðjudaginn 8. febrúar var þorrinn blótaður í Árbæ.  Um morguninn söfnuðust börn og kennarar í salinn.  Þar léku börnin á Heiðarsundi leikritið um Búkollu fyrir alla og svo sungu allir nokkur lög.  Þetta var mjög gaman.

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn sunnudaginn 6. febrúar 2011. Þar sem dagurinn er á sunnudegi verður hann haldinn hátíðlegur föstudaginn 4. febrúar.  Þá verður opið hús í leikskólanum Árbæ frá kl. 10 til 15.

Við viljum samt vekja athygli á því að á milli 12 og 13 er hvíldarstund hjá börnunum þar sem mörg af yngri börnunum sofa og biðjum við því fólk að virða það og trufla ekki á þeim deildum þar sem það er.

Þennan dag eru allir velunnarar leikskólans velkomnir til að skoða og fylgjast með börnunum í leik og starfi. 

 

Bóndadagur Herrakaffi

Föstudaginn 21. janúar 2011  á bóndadaginn verður herrakaffi í leikskólanum Árbæ frá kl. 8 – 9:30.  Þá mega börnin bjóða karlkyns ættingjum (pöbbum, öfum, bræðrum, frændum o.s.frv.) í kaffi.   Tilvalið tækifæri til að koma við í leikskólanum og sjá börnin í leik og starfi.  Einnig er alltaf gaman að sýna sig og sjá aðra.
Dömurnar fá svo að koma daginn eftir konudaginn (auglýst síðar).

Sumarleyfi

Sumarleyfi leikskólans Árbæjar er frá og með 30. júní til og með 3. ágúst.   Opnum aftur hress og kát 4. ágúst.

Jólaböll

Þriðjudaginn 14. desember Bátatjörn og Heiðarsund, 10 -11 foreldrar velkomnir.
Miðvikudaginn 15. desember Kotatún og Stekkjarlækur 10 -11 foreldrar velkomnir
Fimmtudaginn 16. desember Fosskot og Kringlumýri 10 – 11 foreldrar velkomnir.

Jólagluggi 9. des 2010

Jólagluggi Árbæjar var opnaður 9. desember sl.


Boðið var í foreldrakaffi í leikskólanum Árbæ 9. desember sl.


þegar jólagluggi leikskólans var opnaður.


Opnun Jólagluggans er hluti af  viðburðadagatali Árborgar.