Fréttir

Grænn litadagur

Miðvikudaginn 11. maí 2011 verður grænn litadagur í Árbæ.


Þá væri gaman ef allir gætu mætt í einhverju grænu eða með eitthvað grænt.


Vorið góða grænt og…………


 


                                                             

Myndverkasýning í Krónunni

Í tilefni af Vor í Árborg verður sýning á myndverkum barna í leikskólanum Árbæ í Krónunni.  Myndverkin verða sett upp mánudaginn 9. maí og verða uppi fram yfir helgi.
Við hvetjum foreldra og aðra velunnara leikskólans til að líta við í Krónunni og skoða þessi myndverk.

Talþjálfun



Í október s.l. fór af stað talþjálfun hjá Sveitarfélaginu Árborg sem veitt var á grundvelli styrks sem sveitarfélagið fékk til verkefnisins. Talþjálfunin fór fram í Vallaskóla, undir stjórn talmeinafræðings.

Tannlæknaþjónusta


Dreifibréf til foreldrasamtaka



Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn


Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. yngri en 18. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.


Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011

útskrift

Útskrift þeirra barna sem byrja í grunnskóla í haust fer fram í Múla (húsi Tónlistarskóla Árnesinga)  þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 17:30.  Þá fá börnin útskriftarskjöl í hendur, einnig verða skemmtiatriði og léttar veitingar.
Börnin hætta í leikskólanum samkvæmt óskum foreldra.
Við viljum nota tækifærið og minna foreldra á að uppsagnarfrestur er 1 mánuður.

Foreldraviðtöl í Árbæ

Foreldraviðtöl í Árbæ eru í apríl. Deildarstjórar boða foreldra til viðtals.
Í foreldraviðtalinu er farið yfir Heilsubók barnsins. Heilsubók barnsins hefur að geyma útfærð skráningarblöð varðandi þroska og ýmsar upplýsingar um barnið. Skráningin gerir leikskólanum kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum. Skráð er m.a. heilsufar, hreyfifærni, úthald, hæð og þyngd, næring og svefn, lífsleikni og færni í listsköpun. Skráningin fer fram tvisvar á ári, haust og vor og foreldrum boðið í viðtal í kjölfarið.

Starfsmannafundur.

Mánudaginn 21. mars verður leikskólinn Árbær lokaður fyrir hádegi vegna starfsmannafunds.
Leikskólinn opnar kl. 12:00 þennan dag. Hádegismatur verður í boði.
Starfsfólk Árbæjar.

Litadagur

Miðvikudaginn 16. mars er gulur litadagur.  Þá væri gaman ef sem flestir gætu mætt í gulu.

Leikrit í salnum


Leikritið Prumpuhóll verður sýnt í salnum þann 16. mars klukkan 10:30


Foreldrafélag Árbæjar stendur fyrir leiksýningu fyrir öll börn leikskólans þann 16. mars næstkomandi og var leikritið Prumpuhóll fyrir valinu. Leikritið var frumsýnt í Möguleikhúsinu árið 2002 og hefur það nú verið tekið upp á ný með nýjum leikurum.


Um Prumpuhól


Hulda er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt!


Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi hans. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hundasúrugraut. En hundasúrugrauturinn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan… maður lifandi! Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára og tekur 45 mínútur í flutningi.