kristin

Götuleikhús

Fimmtudaginn 16. júní 2011 mun Götuleikhús Árborgar koma og skemmta börnum í Árbæ.  Þau munu koma kl. 10:30 og skemmta með söng, hljóðfæraleik og glensi. 

Fundur með foreldrum barna sem byrja í Árbæ í haust

Ágætu foreldrar og forráðamenn


Miðvikudaginn 15. júní klukkan 10.00 er fundur fyrir foreldra og forráðamenn barna sem eru að hefja leikskólagöngu sína í Árbæ eftir sumarfrí.


Foreldrar mæta í sal leikskólans og fara síðan inn á deild barnsins, þar sem að þeir kynnast deildinni og ákveða í samráði við deildarstjóra hvenær aðlögun barnsins hefst.

Vorhátíð í Árbæ

Vorhátíð Árbæjar verður þriðjudaginn 31. maí nk. og hefst klukkan 14:00 með sýningu Brúðubílsins.
Sýningin heitir Ævintýri Lilla.
Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á vorhátíðna

Laus störf í leikskólanum Árbæ


 


Staða matráðs í 75% starf.


Staða sérkennslustjóra í 100% starf (tímabundin ráðning)


Staða leikskólakennara í 100% starf.


 


Miðað er við ráðningu frá og með 4. ágúst 2011 í öll störfin.


Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til leikskólastjóra, Kristínar Eiríksdóttur, á netfangið kristin@arborg.is eða í  leikskólann Árbæ, Fossvegi 1, 800 Selfoss, eigi síðar en 31. maí 2011.



 

Fundur í Sunnulæk

Fréttabréf


maí 2011



Foreldrafélag


Sunnulækjarskóla


Stuttur aðalfundur


og kaffispjall


Við minnum á aðalfund Foreldrafélags Sunnulækjarskóli sem haldinn verður þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 20:00 á kaffistofu kennara í Sunnulækjarskóla.


Foreldrar/forráðamenn tilvonandi 1. bekkinga eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Grænn litadagur

Miðvikudaginn 11. maí 2011 verður grænn litadagur í Árbæ.


Þá væri gaman ef allir gætu mætt í einhverju grænu eða með eitthvað grænt.


Vorið góða grænt og…………


 


                                                             

Myndverkasýning í Krónunni

Í tilefni af Vor í Árborg verður sýning á myndverkum barna í leikskólanum Árbæ í Krónunni.  Myndverkin verða sett upp mánudaginn 9. maí og verða uppi fram yfir helgi.
Við hvetjum foreldra og aðra velunnara leikskólans til að líta við í Krónunni og skoða þessi myndverk.

Talþjálfun



Í október s.l. fór af stað talþjálfun hjá Sveitarfélaginu Árborg sem veitt var á grundvelli styrks sem sveitarfélagið fékk til verkefnisins. Talþjálfunin fór fram í Vallaskóla, undir stjórn talmeinafræðings.

Tannlæknaþjónusta


Dreifibréf til foreldrasamtaka



Tímabundin ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn


Frá 1. maí til og með 26. ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. yngri en 18. Tannlæknar á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.


Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011