kristin

Bóndadagur Herrakaffi

Föstudaginn 21. janúar 2011  á bóndadaginn verður herrakaffi í leikskólanum Árbæ frá kl. 8 – 9:30.  Þá mega börnin bjóða karlkyns ættingjum (pöbbum, öfum, bræðrum, frændum o.s.frv.) í kaffi.   Tilvalið tækifæri til að koma við í leikskólanum og sjá börnin í leik og starfi.  Einnig er alltaf gaman að sýna sig og sjá aðra.
Dömurnar fá svo að koma daginn eftir konudaginn (auglýst síðar).

Sumarleyfi

Sumarleyfi leikskólans Árbæjar er frá og með 30. júní til og með 3. ágúst.   Opnum aftur hress og kát 4. ágúst.

Jólaböll

Þriðjudaginn 14. desember Bátatjörn og Heiðarsund, 10 -11 foreldrar velkomnir.
Miðvikudaginn 15. desember Kotatún og Stekkjarlækur 10 -11 foreldrar velkomnir
Fimmtudaginn 16. desember Fosskot og Kringlumýri 10 – 11 foreldrar velkomnir.

Jólagluggi 9. des 2010

Jólagluggi Árbæjar var opnaður 9. desember sl.


Boðið var í foreldrakaffi í leikskólanum Árbæ 9. desember sl.


þegar jólagluggi leikskólans var opnaður.


Opnun Jólagluggans er hluti af  viðburðadagatali Árborgar.



Skipulagsdagur

Mánudaginn 3. janúar 2011 verður leikskólinn Árbær lokaður vegna skipulagsdags.
Þennan dag notum við til að afla okkur fróðleiks og skipuleggja starfið okkar.
Starfsfólk Árbæjar

Viðburðir í desember

Ýmsir viðburðir eru á dagskrá leikskólans í desember. 
Við munum samt halda okkur innan skynsamlegra marka og munum
að starfið í desember snýst fyrst og fremst um að hafa frið og ró og njóta lífsins.
En hér að neðan eru þeir viðburðir sem ákveðnir hafa verið í desember.  Við munum svo
bæta við þetta eftir því sem nær dregur.

Talkennsla

TALÞJÁLFUN HJÁ SVEITARFÉLAGINU ÁRBORG


 


Nú er að fara af stað talþjálfun hjá Sveitarfélaginu Árborg og fer hún fram í Vallaskóla. Talmeinafræðingur er Hólmfríður Árnadóttir og henni til aðstoðar er Margrét Kristjánsdóttir grunnskólakennari, sem er með sérstaka áherslu á kennslu yngribarna, málþroska og lestur.


 



Heilsubók

Nú er verið að vinna á fullu í heilsubókinni okkar.  Þegar þeirri vinnu lýkur taka við foreldraviðtöl, en þau verða í nóvember.