Foreldrar athugiðMánudaginn 6. desember nk. munu deildarstjórar í Árbæ afhenda foreldrum matsblöð vegna leikskólastarfsins í Árbæ.Matsblöðin eru annars vegar vegna leikskólastarfsins almennt og hins vegar vegna þróunarverkefnisins: Skapar skólabragur velferð barna?


Það er mikilvægt fyrir okkur hér í Árbæ að foreldrar svari matsspurningunum, þar sem að við viljum vanda okkur í starfi og bæta það sem betur má fara.


 


Tilgangur þróunarverkefnisins í Árbæ: Skapar skólabragur velferð barna, er að efla líkamlega og andlega hreysti barnanna.


Starfsfólk skoðar hvernig það getur ýtt undir og stutt námsferli barna þar sem frumþörfum barnsins fyrir kærleik, frelsi, virðingu og gleði er mætt.


Með þátttöku í verkefninu breytir starfsfólk eða bætir eigin starfsaðferðir til þess að ná markmiðum verkefnisins.


það bætir við þekkingu sína og gefst kostur á að tengja fræðin við starfið.


Með virkri þátttöku og skapandi vinnu öðlast starfsfólk í Árbæ aukinn skilning á kennslustarfi í leikskólum.


Það styrkir það í að hrinda nýjum hugmyndum af stað í eigin kennslu og gefur því færi á að þróa hugmyndir um nám og kennslu á leikskólastiginu.


Reynslan sem starfsfólk öðlast við það að vinna verkefnið verður því hvati til áframhaldandi sjálfsskoðunar og þróunar í starfi.


 


Það er von okkar að ykkur gefist tækifæri til þess að svara matsblöðunum og koma þeim til skila í þar til gerða kassa við deildirnar