Talkennsla

TALÞJÁLFUN HJÁ SVEITARFÉLAGINU ÁRBORG


 


Nú er að fara af stað talþjálfun hjá Sveitarfélaginu Árborg og fer hún fram í Vallaskóla. Talmeinafræðingur er Hólmfríður Árnadóttir og henni til aðstoðar er Margrét Kristjánsdóttir grunnskólakennari, sem er með sérstaka áherslu á kennslu yngribarna, málþroska og lestur.


 




Foreldrar þurfa að sækja um talþjálfun á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Eyðublöð liggja frammi í öllum leik- og grunnskólum sveitafélagsins og í Ráðhúsi Árborgar. Jafnframt má nálgast eyðublöð á heimasíðu Árborgar www.arborg.is undir liðnum „skólar” – „eyðublöð”.  Umsókn og talþjálfun er alfarið á ábyrgð foreldra. Þjálfun er foreldrum að kostnaðarlausu.


 


Athugið að hér er ekki verið að tala um greiningu og ráðgjöf sem fram fer á Skólaskrifstofu Suðurlands og er lögbundin. Hér er átt við þjálfun fyrir börn sem þurfa talþjálfun að mati talmeinafræðings að greiningu lokinni.


 


Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að koma undirrituðum umsóknum í þjónustuver í Ráðhúsi Árborgar á 2. hæð, þar sem þær verða dagstimplaðar og komið í hendur talmeinafræðings.


 


Þjálfun fer að mestu fram í 30 mínútna einstaklingsþjálfun í 10 tíma lotum í senn. En einnig er boðið  upp á 50 mín. þjálfun fyrir nokkra hópa þar sem unnið er með hlustun, skilning, setningavitund-hljóðkerfisvitund og tjáningu. Ætlast er til að foreldrar sitji tímana og vinni markvisst með barnið heima á meðan á lotunni stendur.


 


Þeir sem þurfa að  ná sambandi við Hólmfríði Árnadóttur er bent á að gera það með því að senda tölvupóst á netfangið holmfridura@vallaskoli.is


 


 


Verkefnisstjóri fræðslumála