kristin

Kynningarfundir

Í september verða haldnir fundir á deildum þar sem vetrarstarfið verður kynnt. 
Kotatún og Fosskot verða með fundi þegar aðlögun þar lýkur. 
Fundir á öðrum deildum verða sem hér segir:

Haust í Árbæ

Nú er þetta heita og góða sumar brátt á enda og haustið að koma.
Það hefur oft einkennt haustin hér á Suðurlandi að þau eru blaut og stundum köld.
Þess vegna viljum við hvetja foreldra til að taka fram pollagallana og stígvélin, athuga hvort þetta er heilt og passar

Júlí, ágúst 2010

Í Árbæ er boðið upp á ávexti alla daga, bæði  á morgnana og síðdegis.  Hakkbollur og fiskbúðingur er búið til frá grunni í leikskólanum, allt brauð er bakað í leikskólanum, nema ristaða brauðið sem er í morgunmat á föstudögum. 


Morgunmatur er til skiptis, hafragrautur, súrmjólk, Cheerios og Kornfleks.  Lýsi er í boði alla morgna fyrir börn sem eru í morgunmat.  Ef börn eru með vottorð vegna óþols eða ofnæmis þá er útbúinn sér matur fyrir þau.                                                                                                

Úthlutun úr sprotasjóði

Leikskólinn Árbær fékk úthlutað styrk úr Sprotasjóði, kr. 500.000.-  vegna verkefnis skólaárið 2010 til 2011.


verkefnið ber heitið:


Skapar skólabragur velferð barna? Þróunarverkefni Árbæjar.


Markmið verkefnisins er að stuðla að heilbrigði og velferð barna í Árbæ. 



 

Sumarhátið

Í gær 2. júní var haldin sumarhátíð í leikskólanum Árbæ.  Fyrir hádegi voru deildirnar með ýmsar uppákomur í garðinum.  Snú, snú, krítar, sulluker, sápukúlur, andlitsmálun, þrautabrautir og málningu.  Ekki spillti veðrið fyrir sól og blíða. 
Eftir hádegi tók svo foreldrafélagið völdin og þá kom

Hjóladagur

27. maí var hjóladagur í Árbæ. 
Allir skemmtu sér hið besta og var almenn ánægja með daginn. 

Sumarhátíð í Árbæ

Miðvikudaginn 2. júní 2010 verður sumarhátíð í leikskólanum Árbæ.  Sumarhátíðin er á vegum foreldrafélagsins.
Hátíðin byrjar kl. 14 og stendur til kl. 16.  Foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir.
Boðið verður upp á snúða, kókómjólk, skyrdrykk og ís

2004 árgangurinn útskrifaður

Þriðjudaginn 11. maí útskrifuðust börnin sem fædd eru 2004 frá Árbæ.  Athöfnin fór fram frá Tónlistarskólanum.  Ýmislegt var gert til skemmtunar.  Börnin halda flest áfram í leikskólanum, en fara svo öll í skóla í haust.