Útskriftaferð í Árbæ

Í dag eru elstu börnin í Árbæ í útskriftaferðalagi í boði foreldrafélagsins.

Undanfarin ár hefur foreldrafélag Árbæjar boðið elstu börnunum, útskriftarbörnunum, í ferð um Árborg og nágrenni.

Börnin skoða fjós, lömb, kindur og hesta. Fara í fjöruferð og ævintýraferð í skóg.

Börnin eru nestuð til ferðarinnar þannig að þau upplifi alvöru ferðalag.

 

Útskrift barna fæddra 2006 var á þriðjudaginn 15. maí  sl. í sal Tónlistarskólans við Eyrarveg.

Nokkrir nemendur Tónlistarskólans spiluðu á hljóðfæri fyrir útskriftagesti.

Foreldrafélagið gaf útskriftarnemendum birkihríslu sem börnin gróðursetja hvert á sínum stað. Við heimili sitt eða þau velja með hjálp foreldra sinna heppilegan stað fyrir hrísluna þar sem að þau geta fylgst með henni næstu árin.