Skólaheimsóknir

Elstu börnin í leikskólum Árborgar fara í skólaheimsóknir á vorin.

Skólaheimsókn hjá börnum sem hefja grunnskólagöngu sína haustið 2012 í Vallaskóla verður dagana 27. og 28. mars nk.

Skólaheimsóknir hjá börnum sem hefja grunnskólagöngu sína haustið 2012 í Sunnulækjarskóla verður 16. og 17. apríl nk.

Litið er á þau tímamót, þegar börn hætta í leikskóla og hefja grunnskólagöngu, sem mikilvægt skref í lífi þeirra. Þessi tímamót hafa oft á tíðum í för með sér miklar breytingar bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.

 

 „Um leið og einstaklingur fer úr einum aðstæðum í aðrar víkkar  
            heimur hans, umhverfi hans, eða dregst saman. Hann er ekki
           kominn í annan heim heldur er hann í öðrum hluta eða öðru horfi
           eins og sama heims. Það sem hann hefur tileinkað sér af þekkingu
           og færni í einum aðstæðum verður tæki til að skilja og fást á 
           árangursríkan hátt við þær aðstæður sem á eftir koma‟. 
(Dewey, 2000:54 í bókinni: Lítil börn með skólatösku. 2007. Tengsl leikskóla og grunnskóla. höf: Jóhanna Einarsdóttir).

 

Til þess að aðstoða börnin á þessum tímamótum er börnunum boðið í heimsókn í grunnskólann sinn. Þar sem að þau kynnast húsnæði grunnskólans, væntanlegum kennara og tilhögun námsins.  
,,Flest börn sem eru að byrja í grunnskóla hafa þær væntingar til hans að þau séu ekki einungis að fara í annað umhverfi heldur muni þau læra nýja hluti á nýjan hátt. Þau gera ráð fyrir breytingum, að eitthvað nýtt komi í stað hins gamla og eitthvað óþekkt í stað hins þekkta“.(Jóhanna Einarsdóttir. 2007. Lítil börn með skólatösku. Tengsl leikskóla og grunnskóla).