Skipulagsbreytingar á fræðslusviði í Árborg

Kynningar- og samráðsfundur um sérfræðiþjónustu og tillögu að breytingum á fræðslusviði verður haldinn með starfsfólki Árbæjar, foreldraráði og ráðgjöfum miðvikudaginn 2. maí kl. 20:00 í leikskólanum Árbæ

 

Á fundi fræðslunefndar þriðjudaginn 17. apríl sl. var afgreiðslu á tillögu um skipulagsbreytingar á fræðslusviði frestað til 3. maí. Umræddar breytingar ganga m.a. út á það að frá og með 1. janúar 2013 sinni sviðið sjálft þeim verkefnum sem Skólaskrifstofa Suðurlands hefur sinnt til þessa. Á fræðslunefndarfundinum var samþykkt að milli funda verði markvisst samráðsferli um sérfræðiþjónustuna í leik- og grunnskólum í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Kynningar- og samráðsfundur verður haldinn með starfsfólki Árbæjar, foreldraráði og ráðgjöfum miðvikudaginn 2. maí kl. 20:00 í leikskólanum Árbæ.