Foreldraviðtöl í Árbæ

Þessa daganna eru deildarstjórar og kennarar að vinna við Heilsubók barnsins. Foreldrar verða boðaðir í viðtal þegar þeirri vinnu líkur.

Við upphaf leikskólagöngu sinnar fær hvert barn Heilsubók barnsins og er hún grunnur heilsustefnunnar því hún hjálpar okkur að ná settum markmiðum. Hún er fjórtán blaðsíður sem hafa að geyma útfærð skráningablöð varðandi ýmsar upplýsingar um barnið. Skráð er heilsufar, hæð og þyngd, félagsleg færni, úthald, þekking á litum og formum, hreyfifærni, næring og svefn og færni í listsköpun (þróun teikninga o.s.frv.). Skráningin fer fram tvisvar sinnum á ári, haust og vor og er foreldrum boðið í viðtal í kjölfarið. Skráningin gerir okkur kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum.