Elstu börn leikskólans tóku þátt í skemmtulegu uppátæki miðvikudaginn 12. september. Þann dag söfnuðust saman um 800 krakkar af Árborgarsvæðinu á Miðbæjartúninu. Tilgangurinn var að athuga hvort hægt væri að framkvæma jarðskjálfta. Þetta var liður í hreyfingarátaki Fjölbrautarskóla Suðurlands en skólinn er heilsueflandi skóli. Íþróttakennarar fjölbrautarskólans sáu um að stýra hópnum en starfsfólk frá Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslandsí jarðskjálftaverkfræði sá um að mæla skjálftann. Skjálftinn sem hópnum tókst að framkvæma var 2,5 á richter.
Hérna má sjá útskýringamynd frá Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands.