Heimsókn frá Hundaræktarfélagi Íslands

Í dag fengum við heimsókn frá Hundaræktarfélagi Íslands. Þar á ferð voru hundarnir Nagli og mamma hans, hún Rommsa. Heimsóknin er liður í því að kenna börnum að umgangast hunda og hvernig við eigum að hegða okkur gagnvart ókunnugum hundum. Við fengum leiðbeiningar um hvernig er best að nálgast hunda, hvernig við berum okkur að við að klappa þeim og hvernig við tölum til þeirra. Allir voru spenntir, kátir og glaðir og voru mjög hugaðir og klöppuðu hundunum og fóru eftir því sem leiðbeinendurnir sögðu.

Allir krakkarnir fengu svo bækling sem þeir geta skoðað með foreldrum og forráðamönnum sínum.