Í dag fengum við góða gesti í heimsókn. Þar voru á ferð fulltrúar foreldra og velunnara leikskólans. Þær komu færandi hendi og gáfu skólanum sex hjól að gjöf. Við þökkum kærlega fyrir mjög góða gjöf og það ríkti mikil ánægja og eftirvænting meðal barnanna eftir að fá að prufa nýju gripina.