Heilsuleikskólinn Árbær fékk styrk frá Sprotasjóði fyrir skólaárið 2015 til 2016

Heilsuleikskólinn Árbær fékk styrk frá Sprotasjóði fyrir skólaárið 2015 til 2016 fyrir verkefnið:
Læsi í fjölmenningarlegu starfi.
Markmið þessa verkefnis er að efla læsi allra barna með áherslu á fjölmenningarlegt skólastarf í
leikskólanum Árbær. Í fyrsta lagi verða þróaðar aðferðir við að efla móðurmál tvítyngdra barna, í öðru
lagi að efla stuðning við íslenskukennslu með t.d. persónulegri orðabók barnsins, í þriðja lagi koma á
lykilpersónu hvers tvítyngds barns og að skýra hlutverk hennar. Í fjórða lagi að fara yfir umhverfi og
námsefni leiksólans með það fyrir augum að það endurspegli fjölmenningu. Verkefnið fellur því að
fjölmenningarlegu leikskólastarfi.

Verkefnið: Læsi í fjölmenningarlegu leikskólastarfi, er framhald verkefnisins sem var í Árbæ á
síðasta skólaári. Skólaárið 2014 til 2015 var unnið að verkefninu Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar
og þá einnig í leikskólanum Árbæ.
Markmið þessa verkefnis var að auka hæfni, þekkingu og leikni barna í læsi í fimm leikskólum. Þróaðar
voru daglegar markvissar sögu- og samræðustundir með áherslu á aukinn hlustunar- og málskilningi
barna, aukinn orðaforða, hugtakaskilning og tjáningu. Unnið var með efnið Markviss málörvun, Lubbi
finnur málbein, orðaspjall, samræðulestur og verkefni sem tengjast daglegu lífi barnanna eins og bangsa
sem fer á milli heimila barnanna og segir frá því sem fyrir augu ber með hjálp þeirra. Einnig að fræða
foreldra leikskólabarna og styðja í hlutverki sínu í málörvun barna. Verkefnið fellur því að árangursríku
læsi með það fyrir augum að auka hæfni, þekkingu og leikni barna í læsi í víðum skilningi.

Hér er hægt að skoða áfangaskýrslu verkefnisins.Áfangaskýrsla (3)