Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar, Lokaskýrsla

Lokaskýrsla verkefnisins er kominn hér á heimasíðuna.
Hér má lesa stutta tilvitnun í skýrsluna af blaðsíðu 3.
,,Hlutverk foreldra ungra barna í málörvun þeirra felst í góðri fyrirmynd, samræðum og lestri. Börn sem hafa greiðan aðgang að fullorðnum einstaklingum sem ræða við þau, lesa og kenna þeim ný orð og hugtök eiga öllu jöfnu auðveldara með að ná tökum á lestri. Orðaforða læra börn ekki síst hjá foreldrum sínum. Samræður og lestrarstundir með fjölskyldunni leggja því grunn að bernskulæsi.15

,,Málörvun og daglegar sögu- og samverustundir í leikskólum hafa verið fastur liður í leikskólastarfi á Íslandi.14 Áætlanagerð, undirbúningur og framkvæmd mætti þó vera markvissara. Markmið verkefnisins var að þróa málörvun og markvissari samverustundir og þurfti starfsfólk fræðslu og stuðning þar að lútandi sem fellur ekki undir daglegt starf leikskóla“.
Lokaskýrsla Læsi í Árborg