Haust í Árbæ

Nú er þetta heita og góða sumar brátt á enda og haustið að koma.
Það hefur oft einkennt haustin hér á Suðurlandi að þau eru blaut og stundum köld.
Þess vegna viljum við hvetja foreldra til að taka fram pollagallana og stígvélin, athuga hvort þetta er heilt og passar enn á barnið.
Einnig að taka með nóg af aukafötum því stundum fer skálmin upp fyrir stígvélin og þá eru sokkar og buxur orðið blautt.  Svo er að athuga á hverjum degi hvort það eru blaut föt í hólfunum og einnig hvort það þarf að þurrka pollagallann.  við erum með þurrkskápa en þeir taka ekki við meiru en að þurrka vettlinga og húfur til að hægt sé að fara með það út samdægurs.
Það eru hagsmunir okkar allra að börnin séu í þurrum og hlýjum fötum þannig að þeim líði vel í starfi og leik í leikskólanum