Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er mánudagurinn 6. febrúar nk.
Börn og starfsfólk í Árbæ stefna á að halda upp á daginn með skrúðgöngu, þar sem börnin fara fylktu liði með heimatilbúin hljóðfæri og fána og syngja
.


Mánudaginn 6. febrúar verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins.
6 febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.


Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.
Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.