Skipulagsbreytingar í Árbæ

Staða aðstoðarleikskólastjóra í Árbæ
er lögð niður frá 31. mars 2012.



Ákveðið hefur verið að leggja stöðu aðstoðarleikskólastjóra í Árbæ niður frá 31. mars 2012.


Allt frá efnahagshruni 2008 hefur verið unnið að því að laga rekstur sveitarfélagsins að breyttum veruleika og í þeirri vinnu hefur verið farið yfir alla rekstrarþætti með það að meginmarkmiði að draga úr rekstrarkostnaði.
Stöðugildum stjórnenda hefur verið fækkað og kostnaði hefur verið náð niður á ýmsan hátt.
Þrátt fyrir það er reynt í öllum skipulagsbreytingum hjá Sveitarfélaginu Árborg að láta þær ekki bitna á þjónustu við íbúa.
Það átti einnig við þegar valin var sú leið í leikskólanum Árbæ að leggja niður stöðu aðstoðarleikskólastjóra.