Dagur leikskólans er 6. febrúar.
Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Frá þeim tíma hefur átt sér stað markviss umræða um gildi
leikskólans í íslensku samfélagi.
Markmið með degi leikskólans:
• Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvituð um þýðingu leikskóla fyrir börn
• Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á starfinu.
• Að beina athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir menningu og þjóðarauð.