Lýðræðisleg augnablik í Árbæ

Skólaárið 2012 til 2013 var unnið að þróunarverkefninu: ,,Lýðræðislegt augnablik“  í Árbæ.

Börn, starfsfólk og foreldra í Árbæ tóku virkan þátt í verkefninu.  Leitað var eftir sjónarmiðum þeirra og gert er ráð fyrir að þau hafi áhrif á starfsemina.

Í leikskólanum Árbæ í sveitarfélaginu Árborg kviknaði sú hugmynd hjá leikskólastjóranum að vinna þróunarverkefni um gerð námskrár í lýðræði.

Sótt var um styrk til Sprotasjóðs og leitað að verkefnastjóra til að halda utanum verkefnið. Verkefnið fólst í fræðslu og umræðum,

í hugmyndavinnu og í þróun lýðræðislegra starfshátta innan leikskólans.

Að endingu var skrifuð námskrá í lýðræði fyrir leikskólann og skýrsla um verkefnið.

Hér má nálgast lokaskýrslu verkefnisins:

 

Lýðræðislegt augnablik. Þróunarverkefni í Árbæ