Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember nk.

Dagur íslenskrar tungu er haldinn í tilefni af afmæli

Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.

Þar sem að dagurinn ber uppá laugardag í ár var haldið uppá daginn í dag

í Árbæ, föstudaginn 15. nóvember.

 

 

Kristján Árnason kom í heimsókn í Árbæ í tilefni að degi íslenskrar tungu.

Hann sýndi og sagði börnunum frá verkfærum frá því í gamla daga.

Kristján sagði frá strokk, kömbum, katli og rislu.

Hann sagði frá því hvernig þessi verkfæri voru notuð og las að lokum sögu fyrir börnin.

Takk fyrir heimsóknina Kristján.

 

Dagur íslenskrar tungu 

Börnin hlusta á Kristján segja frá gömlum tímum.