Leikskólabörn í Árbæ fædd 2006 sækja jólatré í Gesthúsaskóg fimmtudaginn 1. desember klukkan 11.00
Undanfarin ár hefur garðyrkjudeild Árborgar boðið elstu börnum leikskólanna að sækja jólatré.
Árið 2011 eru það börn fædd 2006 sem eru elstu börn í leikskólunum og því er það að þau fara í þessa ferð.
Jólatréð er síðan sett upp í sal leikskólans og börnin dansa í kringum það á jólaballi leikskólans.
Jólatréð stendur í salnum fram yfir jól og gleður okkur þar og skapar jólastemningu