Dagskráin á aðventu í Árbæ

Dagksráin á aðventu í Árbæ

Aðventan er sérstakur tími í leikskólanum og ýmislegt er þar gert til að undirbúa komu jólanna.
Börnum fæddum 2006, 2007 og 2008 er boðið í kirkjuheimsókn í Selfosskirkju.
Börn fædd 2006 sækja jólatré í Gesthúsaskóg í boði Garðyrkjudeildar Árborgar
Jólagluggi Árbæjar verður opnaður
Börnum og foreldrum er boðið á jólaball í leikskólanum

Dagskráin í Árbæ í desember


 


Heimsókn í Selfosskirkju 29. nóvember nk. kl. 10:30


Börn fædd 2008, 2007 og 2006


Tilgangur ferðarinnar er að eiga notalega stund í kirkjunni þar sem að við syngjum saman og hlustum á jólasögu. Þeir foreldrar sem hafa athugasemdir við þessa heimsókn geta haft samband við Kristínu leikskólastjóra eða sr. Ninnu Sif gsm: 8491321 eða sr. Óskar í gsm: 8631173.



Börn fædd 2006 sækja jólatré fyrir leikskólann í Gesthúsaskóg 1. desember í boði Garðyrkjudeildar Árborgar. Börnin planta svo nýjum trjám  í vor 2012.



Jólagluggi Árbæjar opnaður 8. desember nk. kl. 10:00. Í tilefni af opnuninni er foreldrakaffi í Árbæ frá 9:30-10:30, foreldrar eru hjartanlega velkomnir


 


Jólaball í Árbæ


13. desember verður jólaball hjá Bátatjörn og Heiðasundi og hefst ballið kl. 10:00 til kl. 11:00


14. desember verður jólaball hjá Stekkjarlæk og Kotatúni og hefst ballið kl. 15:00 til 16:00


15. desember verður jólaball hjá Fosskoti og Kringlumýri og hefst ballið kl. 15:00 til kl. 16:00