Í dag klukkan 10:00 fór að rjúka úr þvottavél sem leikskólinn er með í láni frá Árvirkjanum þar sem að þvottavél leikskólans er biluð.
Kallað var á slökkvilið og leikskólinn Árbær rýmdur.
Rýmingaráætlun leikskólans gekk upp og allir fóru út á lóð á meðan að miðrými leikskólans var reykræst.
Slökkvilið og lögregla telja ekkert því til fyrirstöðu að hefðbundið leikskólastarf haldi áfram hér í dag í Árbæ.
Þannig að við höldum áfram þar sem frá var horfið.