Ágætu foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Árbæ

Foreldrum og forráðamönnum barna fæddum 2007, 2008 og 2009 í leikskólanum Árbæ er boðið að velja á milli tveggja ferða fyrir börnin sín, föstudaginn 30. nóvember nk.

  • Ferðin verður farin um klukkan 10:00 frá Árbæ, mæting á staðinn klukkan 10:30
  • Foreldrar/forráðamenn skrá barnið í þá ferð sem þeir velja inni á deild barnsins
  • Annars vegar er það ferð á Héraðsbókasafnið á Selfossi og hins vegar er það ferð í Selfosskirkju
  • Ef óskað er frekari upplýsinga um ferðirna, hafið þá samband við deildarstjóra eða leikskólastjóra